Ég var í prófi í samningarétti í dag. Eitt verkefnanna snerist um mann sem gerði tilboð í reiðhjól. Að sjálfsögðu bréflega. Seljandinn svaraði einnig bréflega en þar sem væntanlegur kaupandi var í sumarbústað, las hann bréfið ekki fyrr en nokkrum dögum síðar. Í þessu dæmi staðfesti pósturinn að ábyrgðarbréfið hefði verið sett í lúguna kl 16.
Maður hefði nú kannski haldið að það væri ívíð áhugaverðara álitaefni hvenær tölvupóstur telst hafa borist manni.
Það má segja Lagadeild til hróss að ég hef enn ekki þurft að leysa verkefni þar sem menn senda tilboð og samþykki með bréfdúfum.
https://www.facebook.com/eva.hauksdottir.norn.is/posts/10153290929207963