Flórens

Matseðillinn á uppáhalds veitingastaðnum okkar í Flórens

Samkvæmt lögmálum lýðheilsufræðinnar ættu Ítalir að vera útdauðir. Þeir borða mikið, hratt og hættulega. Gófla í sig „Há Kolvetna Lífsstíls Fæði“ á mettíma, gluða ólífuolíu (sem er kennd við ólifnað) yfir brauðið, forréttinn, fyrri réttinn og seinni réttinn, og skola niður með ótæpilegu magni af áfengi, gúlla svo í sig dísætum eftirrétti og líkjör. Já og kaffi auðvitað. Halda áfram að lesa