Ég hef tekið mörg og löng netfrí í sumar. Við vorum tvær vikur í Úganda í apríl (já ég er ekki ennþá búin að skrifa allt sem ég ætla að skrifa um þá ferð.) Ég fór ekkert á netið á meðan. Svo vorum við tíu daga í Danmörku í maí og þá var netnotkun mín í algeru lágmarki. Erum líka búin að fara í Hrísey og ferðast innanlands og ég hef verið í algeru netfríi á meðan.
Við komum heim frá Hrísey á sunnudagskvöldið og ennþá er ég aðeins búin að svara tölvupósti. Ég er rétt búin að renna yfir kommentin á blogginu mínu (sem ég birti fram í tímann) en er ekkert farin að blanda mér í þær umræðurnar ennþá. Ég hef ég ekki einu sinni litið á kommentakerfi fréttamiðlanna enn.
Fyrir langalöngu tók ég upp á því að fara í þriggja mánaða nammibindindi (bara venjuleg geðveiki þú’st.) Ég ætlaði að hrynja þokkalega í það þegar ég sleit því en var komin með ógeð eftir þrjár fílakaramellur. Mér líður eiginlega eins núna.