Dýrin útí Afríku 1 – Murchinsons

Langsokkur negrakóngur fór með okkur í tveggja daga fer í Murchinsons Falls þjóðgarðinn. Við gistum í tjöldum sem voru með uppbúnum rúmum og rafmagni og klósett of sturta fyrir utan. Æðislegt veitingahús sem tilheyrir tjaldstæðinu. Við keyptum svona helgarpakka. Því fylgdi frábært morgunverðarhlaðborð, súpa og salat í hádeginu og við fengum að velja um 2 forrétti 3 aðalrétti og 2 eftirrétti á dag. Svo var auðvitað bar og hægt að fá brennivín að hætti héraðsins – sem er ekki ólíkt gini. Mesta ævintýrið var samt auðvitað að fara inn í þjóðgarðinn og sjá dýrin.  Þessar myndir eru frá fyrri hluta fyrri dagsins.

Oribi er vasaútgáfa af antilopu. Axlarhæð frá jörð er aðeins um 60 cm á fullorðnu dýri.


Bambi litli – eða einhver smávaxinn ættingi hans

Jackson’s Hartebeest. Fallega ófríð, stórvaxin hjartartegund. Þessir hirtir eru um allt í þjóðgarðinum en eru sumsstaðar í útrýmingarhættu,

Úgandahjörtur

Ég vildi að við hefðum náð betri fjölskyldumynd. Grislingarnir eru ekkert lítið krúttlegir.

Villisvín setja halann upp í loftið til að gefa til kynna að þau telji enga ástæðu til að óttast. Fuglar fylgja þeim og éta af þeim sníkjudýr. 

Bavíanar eru allsstaðar í þjóðgarðinum. Langsokkur negrakóngur sagði okkur að passa myndavélina vel því þeir eiga það til að teygja sig inn um bílglugga og ná sér í hluti sem þeim þykja ásjálegir. Nema tilgangurinn sé sá að hrekkja ferðamenn.

Fiskiörn

Ungir gírafar reyna með sér með því að dansa í hring 

Eftir nokkra hringi reiðir annar til höggs og lemur hinn með hausnum.

Þessi minnir dálítið á Yasser Arafat

Jackson’s Hartebeest. Fallega ófríð, stórvaxin hjartartegund. Þessir hirtir eru um allt í þjóðgarðinum en eru sumsstaðar í útrýmingarhættu.

Deila færslunni

Share to Facebook