Dýrin útí Afríku 4 – Murchinsons

Við sáum ekki ljón fyrri daginn en þann seinni fengum við prívat leiðsögumann sem gerþekkir garðinn. Hann fann ljón fyrir okkur.

Ótrúlegt samsafn mislitra fiðrilda á miðjum vegi. 

Það sem ég hélt að væri fuglasöngur reyndist vera „blísturtré“. Leiðsögumaðurinn okkar sýndi okkur opið (vinstra megin) á hjartalaga skel. Hann sagði okkur að maurar græfu sig inn í skelina og skildu eftir svona örsmá op sem mynda blísturhljóð við minnsta andvara.

Þetta unga ljón hafði veitt sér antilopu (ung karldýr eru rekin frá hjörðinni og þurfa að veiða sjálf) og lá í skugga og hvíldi sig eftir matinn á meðan hræfuglar gæddu sér á leifunum.

 

Deila færslunni

Share to Facebook