Viðbjóðurinn Erdoğan hefur ákveðið að flýta kosningum. Ekki svo að skilja að í Tyrklandi fari fram frjálsar kosningar en hann telur sennilega minni líkur á því að hann mæti andstöðu nú en eftir ár. Bæði af því að efnahagur landsins er á niðurleið og vegna þess að hann er að herða ritskoðun og hann veit að fólki mun líka það æ verr. Með því að boða til kosninga strax sviptir hann andstæðinga sína raunhæfu tækifæri til að kynna stefnu sína. Áhrifin verða þau, ef hann nær kosningu, að hann fær í hendur það alræðisvald sem fallist var á að veita forseta í þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir ári.
Ég sendi honum þessa kveðju hér að ofan í morgun.