Þetta verður góður vetur

Þetta verður góður vetur. Allavega menningarlegur. Drengirnir mínir gáfu mér árskort í Borgarleikhúsið, jibbý! Í gær sáum við Yongulfrumbyggjana (það eru ekta halanegrar en ekki segja syni mínum Fatfríði frá því að ég hafi notað það orð) í Salnum og í kvöld er ég að fara með Spúnkhildi í Hafnarfjarðarleikhúsið og þaðan í syngipartý. Verulega langt síðan ég hef lent í slíku og ÞAÐ verður gaman.

 

Best er að deila með því að afrita slóðina