Sápuópera tilveru minnar

Á árunum 2003-2009 var stór hluti bloggskrifa minna svipmyndir úr daglegu lífi mínu, æskuminningar, samskipti við vini og vandamenn og mínar eigin hugrenningar um samskipti mín við loðnara kynið og fleira persónulegt. Þessi persónulegu skrif fengu yfirleitt meiri athygli en samfélagspistlanir sem ég birti á sama vef. Þennan persónulega hluta vefbókarinnar hef ég ýmist kallað Reykjavíkurdrama eða Sápuóperu tilveru minnar.

Það er ákveðnum vandkvæðum háð að skrifa um einkamál sín í rauntíma. Til þess að komast hjá því að skaða sjálfa mig og annað fólk notaði ég aðferðir eins og að skrifa rósamál, blanda saman skáldskap og veruleika, breyta tíma og staðsetningu, gera eina persónu að mörgum eða skeyta mörgum saman í eina.

Að sumu leyti leiddi þessi aðferð til betri skrifa en á hinn bóginn er sápuóperan á köflum ákaflega loðin og illskiljanleg öðrum en þeim sem þekkja mig persónulega.

Þessi vefsíða er tilraun til endurvinnslu á Sápuóperunni. Ég hef fellt út það sem á betur heima annarsstaðar og birt það á öðrum þemasíðum á Norn.is en það efni sem tilheyrir Sápunni hef ég að hluta endurskrifað og bætt inn í, með það fyrir augum að setja sápuna í betra samhengi.

Best er að deila með því að afrita slóðina

Gullsnúðar

Einar er að baka lúsíuketti.  Þetta eru snúðar sem eru vafðir frá sitthvorum enda lengjunnar í sitthvora áttina eins og S. Mér sýnast þetta nú bara vera venjulegir snúðar fyrir utan lögunina en hann ætlar að sannfæra mig um að saffran sé eitthvað merkilegra en kanelsykur. Það er miklu dýrara en nokkurt annað kyrdd sem ég hef heyrt um sem ekki er vímuvaldandi en ég hef efast um að það sé peninganna virði. Finnst kanelsykur bara alveg ágætis bragðbætir í snúða. Birti niðurstöður fyrir svefninn.

Uppfært:

Ég hef reyndar heyrt um ríkukalla sem krydda kjöt með gulli en ekki um neinn sem kryddar sætabrauð með reykelsi og myrru. En það staðfestist hér með að kanill er betri en saffran.

 

Best er að deila með því að afrita slóðina

Ekki eins gult og það ætti að vera

Mér skilst að spákonan sem segir að gula ljósið nái ekki niður í klofið á mér sé komin í einhverja vafasama erótík. Ég ætti eiginlega að leita hana uppi, ég hafði óendanlega gaman af henni og eiginlega synd að ég skyldi ekki kynnast henni persónulega. Væri samt ekki til að láta hana spúla mig með garðslöngu. Halda áfram að lesa

Best er að deila með því að afrita slóðina

Er að flytja

Hingað

Vonandi hætta lesendur að lenda í vandræðum með að setja inn umæli. Síðan hefur verið of þung fyrir þá sem nota explorer en nýja síðan er væntanlega í lagi.

Persónulega bloggið mitt hefur síðustu mánuði verið vistað á lokuðu svæði en héðan af verður það sem ég er til í að hafa opinbert í sápuóperuflokknum á pistlinum. Vinir og vandamenn geta haft samband við mig t.d. á eva@norn.is eða á snjáldrinu til að fá  aðgang að þeim sem ekki eru birtir.

Best er að deila með því að afrita slóðina

Eitt fatt

-Hvað er að? spurði Bjartur.
-Ekki spyrja nema vera viss um að þú viljir heyra svarið, sagði ég drungalegum róm.

Einhverntíma hefði það nú líklega dugað til að hræða karlmann frá því að spyrja nánar en af einhverjum ástæðum, sem ég ekki skil, er Bjartur ekkert voðalega hræddur við mig. Sem er náttúrulega ekki nógu gott. Nema oftast. Ekki í svona tilfelli samt. Halda áfram að lesa

Best er að deila með því að afrita slóðina

Rútína í sjónmáli

Jæja Þorgeir var að hringja frá A-s. Allar líkur á að ég geti byrjað að kenna 24. okt. 90% sagði hann. Þýðir að ég verð föst á Íslandi til 14. desember, Samt fyllir það mig ekki neinni öryggistilfinningu, ég er þvert á móti að fyllast kvíða. Ég er líka í krísu út af köttunum. Sagði Þóru að ég stefndi á að taka þær aftur um mánaðamótin okt-nóv. Var einhvernveginn svo viss um það þá að allt yrði komið á hreint.

Auk þess er ég á vergangi. Hef það fínt hjá Stefáni en hafði nú ekki hugsað mér að hafa vetursetu.

Þarf að snúa mér að galdri aftur. Hef ekki sinnt kukli í marga mánuði. Auk þess væri ég til í að hýða einhvern. Ég veit bara ekki hvern.

 

Best er að deila með því að afrita slóðina

Á lygnum sjó

„Er kominn á lygnan sjó, svona tilfinningalega“ sagði hann. Langar víst að hitta mig.

Gott og vel. Við getum svosem hist þegar betur stendur á. Eftir allan þennan tíma er ég sjálf á algerlega lygnum sjó, opin fyrir öllu en um leið skítsama um allt. Þ.e.a.s. karlmenn, ekki pólitík.

-Hahh, viltu ekki bara láta ganga á eftir þér prinsessan þín? segir Birtan í mér og glottir út í annað þegar ég segist ekki vera nein fjandans prinsessa.

Í augnablikinu er ég efins um hvort mér er verr við karlmenn eða feminista.

 

Best er að deila með því að afrita slóðina

Fleiri úlfar

Heimsæki gamla vinkonu og norn sem bjó í næsta húsi við mig á Vesturgötunni. Hún er aðeins örfáum sentimetrum hærri en ég og virkar minni. Hún á nýjan kærasta sem lítur út eins og Jesús. Þau bjóða mér í mat og þaðan liggur leiðin á Rosenberg. Endingarbesta ást ævi minnar situr við borð og bíður. Höfum ekki talað saman í 5 ár. Litla nornin Nanna hefur líklega stefnt okkur saman viljandi. Halda áfram að lesa

Best er að deila með því að afrita slóðina

Úlfur

Það góða við að vinna í eldhúsi er að manni verður ekki kalt, yfirleitt eru almennileg áhöld innan seilingar og maður öðlast dýpri skilning á því hvað veitingahús eru rosalega ofmetin. Halda áfram að lesa

Best er að deila með því að afrita slóðina

Hrellir

Þegar ég færði persónulega bloggið mitt yfir á lokað svæði, fannst mér ég vera að takmarka tjáningarfrelsi mitt. Reyndin er hinsvegar sú að nú þegar svona fáir hafa aðgang að blogginu mínu og ég veit hverjir þeir eru, þá get ég í raun leyft mér að segja miklu meira en áður. Halda áfram að lesa

Best er að deila með því að afrita slóðina

Endurlit

Fór með Sigrúnu á Tímavillta víkinginn og hitti gamlan vinnufélaga.

Skrýtið að sjá hann aftur. Meira en sex ár síðan við unnum saman og ég sem er ómannglögg og hitti oft fólk sem ég veit að ég þekki en kem samt ekki fyrir mig, hefði sennilega ekki þekkt hann ef ég hefði hitt hann af tilviljun á götu. Samt hefur hann ekkert breyst. Ekki að sjá að ein einasta hrukka hafi dýpkað eða bæst við. Kannski verður fólk sem vinnur alltaf á sama stað aldrei gamalt eða kannski er það bara þessi óvenjulegi velvilji og yfirvegun?

Halda áfram að lesa

Best er að deila með því að afrita slóðina

Fullkomin vinna?

Námskeið fyrir innflytjendur og fleiri verkefni sem því tengjast. Sé fram á að geta sameinað áhuga minn á mannúðarstarfi og það að skrifa og flytja fyrirlestra. Hafa áhrif. Og hún er með markaðsmann, ég þarf ekkert að selja sjálf, bara koma með góðar hugmyndir og skrifa gott stöff. Og það get ég.

Hugsanlegt að ég fái í framhaldinu þriggja ára starf við námsefnisgerð og þróunarvinnu sem er þess eðlis að ég yrði ekki bundin við Ísland. Það er ekki víst að ég fái þetta starf en ég er bjartsýn.

Er ég skýjunum? Gettu þrisvar.

Best er að deila með því að afrita slóðina

Tilviljun?

Var búin að hringja í allar mannréttindastofnanir og samtök sem ég fann en nei, það er víst engin þörf fyrir fólk sem vill vinna að mannúðarmálum nema þá í sjálfboðavinnu. Því miður, ég verð að hafa einhverjar tekjur, það er nú bara þannig. Halda áfram að lesa

Best er að deila með því að afrita slóðina

Óvissan

Mig langar ekkert að búa á Íslandi. Sé bara því miður ekki neina aðra lausn. Hugmyndin er náttúrulega sú að verða mér úti um smá pening svo ég komist eitthvert annað og það væri kannski raunhæft ef ég sæi fram á að fá vinnu sem gefur meira en 200.000 á mánuði en ég er ansi hrædd um að ég sé bara að skrá mig í þrældóm með því að fara þangað. Og verð svo á vergangi í þokkabót. Fólk engist þegar ég segi orðið en við skulum bara horfast í augu við hlutina eins og þeir eru, það bætir stöðuna ekki rassgat að orða það þannig að ég búi tímabundið hjá vinafólki. Halda áfram að lesa

Best er að deila með því að afrita slóðina

Ný ferilsskrá

Ég hef verið í atvinnuleit á Íslandi undanfarið og hef fengið staðfestingu á því að menntun mín, starfsreynsla og hæfileikar skipta ekki minnsta máli. Ég á því allt eins von á því að þurfa að segja mig til sveitar.

Halda áfram að lesa

Best er að deila með því að afrita slóðina

100%

Alexander: „Ég veit hversvegna enginn vill borga þér fyrir að blogga. Það er vegna þess að þú ert of mikið ekta. Fólk þolir ekki 100% spíra, það þarf að þynna hann og bragðbæta með einhverju sætu.“

Ok. Ég er 100%. Líklega gambri eða hrásúkkulaði. Halda áfram að lesa

Best er að deila með því að afrita slóðina