Mér skilst að spákonan sem segir að gula ljósið nái ekki niður í klofið á mér sé komin í einhverja vafasama erótík. Ég ætti eiginlega að leita hana uppi, ég hafði óendanlega gaman af henni og eiginlega synd að ég skyldi ekki kynnast henni persónulega. Væri samt ekki til að láta hana spúla mig með garðslöngu. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir merki: Kynlegir kvistir
Ekkert bloggnæmt
Ég lifi lítt bloggverðu lífi. Veit ekki alveg hvort það er gott eða vont.
Norna, tæpra 4 mánaða kettlingur, (sem fékk nafn sitt af því systur minni fannst hún lík mer, svona ofvirk og alltaf með klærnar úti) er flutt inn en Bjartur er fluttur í Sumarhús með lífsblómið. Mér skilst að nokkrir lesendur hafi beðið með öndina í hálsinum eftir að lesa um átakþrungið ástarsamband okkar, en satt að segja hefur enginn karlmaður sýnt mér minni áhuga, nema þá helst þessir sem ég hef búið með, svo aumt getur ástandið orðið. Halda áfram að lesa
Nixen
Framundan er 40 mínútna ganga í sólinni og engin sjoppa á leiðinni svo það er ekki inni í myndinni að yfirgefa þorpið án þess að koma við hjá kaupmanninum og pikka upp einn grænan. Leiðin er falleg en þessa stundina er ekki hægt að segja það sama um mig. Það kemur svosem ekki að verulegri sök því vegurinn er fáfarinn og ég þekki hvort sem er engan hér en djöfull skal ég vera snögg að fara í hlírakjól þegar ég kem heim. Það hæfir ekki svona sólbökuðum öxlum að vera faldar undir vinnusloppnum af elliheimilinu. Halda áfram að lesa
Víst!
-Ég man nú ekki almennilega eftir þessu. Hvenær mun þetta hafa verið?
-Manstu þetta virkilega ekki? Þetta var kvöldið sem þú svafst hjá Friðriki Atla.
Ég fann mig missa kjálkann niður á bringu.
-Er ekki í lagi með þig? Ég hef aldrei sofið hjá Friðriki Atla.
-Víst! Halda áfram að lesa
Fress
-Jæja. Ertu búin að fagna endurheimt kynhvatar þinnar? spurði Grái Kötturinn.
-Það er aldeilis að þú kemur þér að efninu, hnussaði ég.
-Mjaaat, Ég kunni ekki við að tvístíga í kringum grautarpottinn og mér finnst mér koma þetta við.
-Jæja, og hvernig rökstyður þú það? Halda áfram að lesa
Dansur
Ingólfstorg á sunnudegi. Fólk að dansa. Mér líður eins og Færeyingi. Hvað er ég eiginlega að gera hér? Af hverju er ég ekki hjá Garðyrkjumanninum? Að vísu fékk ég háklassa handsnyrtingu í gær en ég næ sambandi við mold og hann myndi útvega mér latexhanska og blístra ‘Liljan fríð’ á meðan hann mokaði skít upp í hjólbörur, eða hvað það nú annars er sem garðyrkjumenn gera. Halda áfram að lesa
Ef
5 Missed calls, 3 sms.
Samviskubitið grípur mig. Ekki gagnvart þér, heldur gagnvart henni.
-Það bitnar á mér þegar þú svarar ekki símanum, sagði hún. Ég bað hana ekki að skýra það nánar, sá fyrir mér að þú yrðir fjarrænn og eirðarlaus. Fokkitt, hvað er ég að velta mér upp úr því? Eins og ykkar líf bitni ekki líka á mér. Hringi samt í þig því ég er ekki grimm. Ég ætla að smíða eitthvað fram eftir og auðvitað máttu sitja hjá mér á meðan. Halda áfram að lesa
Þriðja hjólið
Mig langar bara að tala við þig, ég ætla ekki að biðja þig að hætta að hitta hann og ég ætla ekki vera með nein leiðindi, sagði hún og þar sem málið kom henni við og þar sem kaffihús eru orðin reyklaus, samþykkti ég að hitta hana þótt mér væri það lítið tilhlökkunarefni. Halda áfram að lesa
Heimskona
Ég efast um að tengdadóttir mín, hin eðalborna, hafi vanist því sem hluta af daglegum heimilisstörfum að pödduhreinsa greinar og tæta sundur hálfúldin hrafnahræ. Ég hefði búist við því að stúlka sem er alin upp í höll, segði allavega oj, en mín lætur ekki annað á sér sjá en að þetta sé allt saman fullkomlega eðlilegt.
Heimskona er sú sem er jafnhæf til að sitja veislur aðalsmanna, skipuleggja mótmælaaðgerðir og brúka þorskhaus til galdrakúnsta.
Fyrstu orðin
Það fyrsta sem Jarðfræðingurinn sagði þegar þau Byltingin komu heim eftir pílagrímsferðina var almáttugur. Var hún þar að vísa til hins Frjádagslega útlits sonar míns en hann hafði spáð því að ég myndi nota þetta orð til að lýsa því hvernig mér væri innanbrjósts. Það er reyndar alveg rétt að það var einmitt það sem ég ætlaði að fara að segja en hún varð andartaki á undan mér. Halda áfram að lesa
Rósin
Jarðfræðingurinn kom snemma heim og var að hjálpa mér að lóða fram yfir miðnætti. Töluðum heilan helling saman og yfirvofandi leiðindum lauk á hálftíma. Nú er klukkan 7:09 og hún er þegar komin upp og situr nú í jógastellingu á búðargólfinu.
Það lítur út fyrir að ég hafi eignast bestu tengdadóttur í heimi.
Ný vinkona
Anna.is bauð mér í mat. Kjúkling að hætti Langa Sleða. Við sátum að sumbli fram á nótt og tókst, með því að halda okkur stíft við efnið og hvetja hvor aðra til dáða, að ljúka hálfri raunvínsflösku. Halda áfram að lesa
Fjórða víddin
Þegar ég kom frá Tannsteini stóð Fjölvitinn á miðju búðargólfinu og fræddi Spúnkhildi á dásemdum stærðfræðinnar og fjölda dropanna í sjónum. Fór mikinn. Ég reyndi að láta lítið fyrir mér fara en hann tók nú samt eftir mér og krafðist þess að fá að fremja á mér skyndiheilun. Lagði svo yfir mig hendur og opnaði fyrir mér fjórðu víddina. Halda áfram að lesa
Um andúð mína á hinum illa Mammoni
Guðfræðingur nokkur sem iðulega finnur hjá sér hvöt til sérdeilis frumlegrar bókmenntatúlkunar á skrifum mínum, hefur komist að þeirri niðurstöðu að þar sem mér sé tíðrætt um „illsku Mammons“ hljóti ég að vera róttæklingur hinn mesti. Sjálf kannast ég ekki við öll þessi skrif um illsku Mammóns. Ég hef miklu fremur talað um hann sem fremur vingjarnlegan gaur sem ég vil gjarnan eiga næs samskipti við. Að vísu hef ég stöku sinnum talað um illsku Mammons í írónískum stíl. Halda áfram að lesa
Hressmann
Undanfarið hef ég verið svo rotuð á morgnana að ég hef ekki komið mér fram úr fyrr en upp úr kl 7. Þótt ég sé morgunhýr að eðlisfari verð ég að viðurkenna að ofþreyta eyðileggur alveg þann taumlausa fögnuð sem venjulega fylgir því að hefja hringrásina vinna-þvottur-önnur vinna-Bónus-matseld, meiri vinna. Það er sem ég segi; svefnóreiða kann ekki góðri lukku að stýra til lengdar og hefur undarlegustu atvik í för með sér. Halda áfram að lesa
Í fréttum er þetta helst
Í gær varð Spúnkhildur ástfangin. Hann heitir Píplaugur og er hobbiti. Flagðið Russlana hefur að vísu reynt að koma í veg fyrir að með þeim takist ástir en fyrir einarða eljusemi Spúnkhildar standa vonir til þess að þær fyrirætlanir hlaupi í ullhærða vörtu á nefi Ruslu sjálfrar.
Bráðum kemur betri tíð með heilt gróðurhús af peningablómum.
Dýrð sé Mammóni, drottni vorum sem hefur frelsað oss frá yfirdrætti og vísa.
Það er sitthvað norn eða flagð
Nú er ég loksins búin að hitta þetta sataníska kvendi sem nágrannarnir hafa talað svo mikið um. Ég játa að í fyrstu hélt ég að útlendingafordómar kynnu að spila inn í umsögn grannanna um Ruslönu (við höfum að hún heiti eitthvað svoleiðis) en hef nú komist að þeirri niðurstöðu að hún eigi fyllilega skilinn galdurinn sem Spúnkhildur kastaði á hana í morgun. Halda áfram að lesa
Maðurinn sem vildi að dóttir sín yrði Íslandsmeistari
Einu sinni fyrir mörgum árum var ég næstum búin að eignast kunningja sem hét Indriði (hann hét reyndar ekki Indriði en það nafn lýsir honum miklu betur en hans eigið nafn svo ég nota það bara). Indriði var frekar klikkaður eins og flestir sem ég kynntist á þessum tíma bara ponkulítið of galinn til að ég vildi gera hann að almennilegum kunningja. Halda áfram að lesa
Bróðir minn Mafían
Bróðir minn Mafían er einkar siðprúður ungur maður. Einhverju sinni vaknaði hann við hliðina á konu sem hann hafði kynnst á öldurhúsi kvöldið áður. Stúlkan vaknaði áður en honum tækist að laumast fram úr, svona líka hamingjusöm og stakk upp á því að þau færu út í bakarí og keyptu rúnstykki. Bróðir minn Mafían pýrði á hana annað augað. Halda áfram að lesa
Örstuttur fyrirlestur um hamingjuna
Ég hef aldrei séð hann öðruvísi en hamingjusaman.
-Hefurðu einhverja sérstaka ástæðu til að vera hamingjusamur eða er þetta bara kækur? spurði ég Halda áfram að lesa