Eitt fatt

-Hvað er að? spurði Bjartur.
-Ekki spyrja nema vera viss um að þú viljir heyra svarið, sagði ég drungalegum róm.

Einhverntíma hefði það nú líklega dugað til að hræða karlmann frá því að spyrja nánar en af einhverjum ástæðum, sem ég ekki skil, er Bjartur ekkert voðalega hræddur við mig. Sem er náttúrulega ekki nógu gott. Nema oftast. Ekki í svona tilfelli samt. Halda áfram að lesa

Þetta er bara svona

Þegar maður flytur á milli landa verða ótrúlegustu smáatriði að vandamálum. Þetta er lítið mál þegar maður á fjölskyldu í nýja landinu sem er búin að komast að öllu sem skiptir máli en töluvert flóknara þegar maður stendur einn. Að sumu leyti er maður bara eins og krakki. Veit ekki hvert á að snúa sér til að leysa einhver smámál. Veit ekki hvað er eðlilegt og líður oftar en ekki frekar heimskulega. Halda áfram að lesa

Fårikål

Fårikål (eða kind í kįli) er hefðbundinn norskur réttur og á haustin koma vinnufélagar og klúbbar saman og borða þennan rétt og skemmta sér, þetta er víst ekki ólíkt íslensku þorrablóti og meðalaldur gesta 78 ár alveg eins og á Íslandi. Við sóttum slíka samkomu í gær, á vegum þrælaleigunnar sem starfrækir tilvonandi manninn minn og tengdaföður. Halda áfram að lesa

Flyt hingað líklega bráðum

Það er gott að eiga handlaginn mann. Ég er að vísu ekki til í að láta Bjart gera við tennurnar í mér en um daginn smíðaði hann tvíbreitt rúm úr afgangstimbri sem hann fékk að hirða í vinnunni. Það ískrar ekki í því og það stenst öll álagspróf. Rúmið mitt í Bovrup er mjótt og botninn í því svignar við 100 kg álag svo að því leyti er þægilegra fyrir okkur að vera í Voldu en Bovrup en fyrir utan það og náttúruna hér í kring, myndi ég frekar kjósa að búa nálægt Farmville. Halda áfram að lesa

Leira

Ég kastaði peningi og nú er ég hér. Í einhverskonar þorpsnefnu sem heitir Leira, innst í Jörundarfirði, á vesturströnd Noregs. Sit með tölvuna mína við borð í færanlegum gámi, með brennsluklósetti, eldunar-, og svefnaðstöðu fyrir Bjart og pabba hans. Hér halda þeir til á meðan þeir vinna, annars leigja þeir íbúð í Voldu en þangað er 50 mínútna akstur. Þetta er sennilega hundsrass alheimsins, öll verslun og þjónusta er sótt til Voldu og það er ekki einusinni netsamband hérna. Halda áfram að lesa

Næstum viss

-Ætlaðir þú ekki að vera í Osló klukkan eitt? spyr ég.
-Ég var þar klukkan eitt í nótt. Lagði mig í tvo tíma og hélt svo áfram
-Ertu bilaður maður? Hvað er þetta eiginlega langur akstur?
-1000 mílur, svarar Bjartur, og Noregur er ekkert nema fjallvegir og krókar, víðast hvar 50 km hámarkshraði. Halda áfram að lesa

Hvenær særir maður mann?

-Ætlaðir þú ekki að vera í Osló klukkan eitt? spyr ég.
-Ég var þar klukkan eitt í nótt. Lagði mig í tvo tíma og hélt svo áfram
-Ertu bilaður maður? Hvað er þetta eiginlega langur akstur?
-1000 mílur, svarar Bjartur, og Noregur er ekkert nema fjallvegir og krókar, víðast hvar 50 km hámarkshraði.
-Þú hefðir ekki átt að aka þetta að nóttu til. Hversvegna lá þér svona á?
-Ég sef ekki undir stýri. Lagði mig tvisvar á leiðinni. Ég hefði kannski átt að taka lengri tíma í ferðina en ég vildi sjá þig sem fyrst. Halda áfram að lesa