Ég hringdi í Manninn sem vill ekki eiga brauðrist með konunni sinni.
-Eru þunnur?
-Ekki lengur.
-Eitthvað planað í kvöld?
-Nei.
-Viltu skiptast á líkamsvessum við mig?
-Oj!
-Oj, er það persónulegt gagnvart mér eða ertu bara ekki í stuði?
-Þú hefur allavega orðaforðann til að kippa manni úr stuði. Djöfull skal ég veðja að þú ert í hjúkkubúningi.
-Nei, ég er bara í gallabuxum og bol, ég lofa.
-Eigum við að þá að fara eitthvað út?
-Út?
-Já. Við höfum aldrei farið neitt út saman.
-Af hverju ættum við að fara út saman?
-Fólk sem sefur saman fer stundum líka út saman.
-Elskan, við sofum ekki saman. Við skiptumst á líkamsvessum. Finnst þér það ekki nóg?
Hann þagði smá stund. Ráðlagði mér síðan að fara til sálfræðings, í frekar pirruðum tón. Lagði svo á án þess að kveðja.