Ruglus

Ég hef heldur betur ruglast í kvartilaskiptunum. Eins gott að ég galdraði um áramótin. Var mér enganveginn meðvituð um að einmitt á gamlársdag var nýtt tungl, það fyrsta eftir vetrarsólstöður. Ég galdraði allavega helling af hamingju svo þetta hlýtur að verða gott ár.

Næsti verulega magnaði galdradagur er semsagt ekki í dag heldur föstudagurinn 13. en þá um nóttina er einnig fyrsta fullt tungl í nýju ári. Ég endurtek þá bara lækningagaldrara sem ég framdi síðustu nótt, þeir verða bara magnaðri fyrir vikið.

Best er að deila með því að afrita slóðina