Það er hægt að halda uppi símasamræðum við móður mína, allavega að vissu marki, á meðan maður reynir að lifa sig inn í Trainspotting. Rankaði við mér þegar hún tók sér í munn orðið endaþarmsmök. Ég er bara svo mikil tepra að mér hálfbregður alltaf þegar móðir mín byrjar að ræða sódómí og annað á þeirri línu.
-Jájá, þetta er bara orðið vandamál í samfélaginu, þetta rassariðlirí. Það þarf að upplýsa ungar stúlkur, annars enda þær bara með bleiu, því endaþarm… (Ég slökkti á orðinu)
–Góða mamma vertu nú ekki með þessa vitleysu. Ég býst við að harkalegar aðfarir geti verið skaðlegar en þetta með bleiuna er bara tröllasaga.
-Nei þetta er alveg satt. Hommar þurfa ofast að nota bleiu.
-Heldurðu virkilega að þröngar leðurbuxur væru nánast einkennisbúningur homma ef þeir væru með bleiu?
-Þá nota þeir túrtappa, svaraði hún að bragði. Ég missti andlitið.
-Mamma í guðsbænum…
-Þetta er alveg satt. Ég hef unnið með með mörgum hommum og þeir hafa sagt mér þetta sjálfir.
Ég missti þráðinn. Velti því fyrir mér hvaða annarlega hvatir rækju fólk til þess að ræða endaþarmsmök og bleiunotkun við vinnufélaga sína, og það móður mína. Hrökk svo aftur inn.