Hoppinteglan: Ég er ekki tapsár! Mér finnst bara svo leiðinlegt að tapa.
Greinasafn fyrir merki: Gullkorn
Heimsyfirráð eða dauði
Atli Haukur: Ég stefni á að ná heimsyfirráðum.
Frænka: Nújá? Og til hvers?
Atli Haukur: Til að koma í veg fyrir að einhver annar geri það.
Frænka: Og hvað ætlarðu svo að gera við heiminn þegar þú ert búinn að ná alræðisvaldi.
Atli Haukur: Bara láta hann í friði.
Frændi minn er 16 ára og viturri en allar ríkisstjórnir veraldar samanlagt.
Það eina ítalska
Atli Haukur: Pizzan er að hluta bandarísk og að hluta grísk. Það eina á Ítalíu sem er raunverulega ítalskt er skakki turninn og það er bara af því að þeir voru fullir þegar þeir byggðu hann.
Í fótnum
Júlíus: Er Stulli keyrður?
Jói: Nei, hann fer ekki til vinnu í dag, útaf hann hefur vont í sínu beini.
Frænka: Honum er illt í fætinum.
Jói: Nú? Ég hélt hann hefði bara vont í einum fótnum. Hefur hann vont í tvem?
Ísdanska
Frænka: Jói minn, ætlar vinur þinn að borða með okkur?
Jói: Nei, hann verður bráðum náður í af pabba sínum.
Frænka: Viljiði hafa rauðuna lina eða á ég að steikja eggin báðum megin?
Dana: Hanne vill gjarnan hafa það snúið.
Jói: Ég vil ekki ost á mitt brauð og ég átti að spyrja hvis þú getur leggjað enga kartöflu á Atlas disk.
Stuttu síðar þegar við sitjum við matborðið fær Bjartur hóstakast.
Júlíus: Hefur þú vont í hálsinum Bjartur?
Hulla: Bjartur minn, ég er búin að segja þér að fólk á að hvíla sig þegar það er þreytt og fara til læknis þegar það er veikt. Ég er viss um að ef þú að leyfir mér að stjórna þér í hálfan mánuð þá færðu það betur.
Manna
Eva: Þessi grautur sem er svo oft á elliheimilinu, mannavælling, úr hverju er hann eiginlega?
Hulla: Er hann ekki bara úr mannakornum?
Morðæði í eldhúsinu
Við stóðum í eldhúsinu þegar Júlíus kom fram á öðru hundraðinu með flugnaspaðann á lofti og sveiflaði honum vígalega í átt að nætufiðrildi sem reyndist hraðfleygara en ætla mætti. Fiðrildið flögraði undir eldhússgardínuna og andartaki síðar var Júlíus kominn upp í eldhússvaskinn, hékk í gardínustönginni og bandaði spaðanum undir gluggatjaldið. Halda áfram að lesa
Útlit er til alls fyrst
Kornflex vikunnar
Byltingin: Mamma, má ég fá blómavír hjá þér?
Mamman: Alveg sjálfsagt.
Byltingin: Heyrðu, hvað heldurðu að Össur Skarphéðinsson sé þungur?
Mamman: Ég hef nú bara ekki vigtað hann nýlega, af hverju ertu að spá í það?
Byltingin: Ég er bara að spá í hvort þrefaldur blómavír haldi honum.
Össur hengdur
Snjáka (andvarpar): Mikið langar mig nú að fara og grýta hús menntamálaráðherra.
Eva (undrandi): Nú? Hvað hefur hún nú gert?
Snjáka: Æ ekkert nýtt svosem, þetta er bara eitthvað persónulegt. Halda áfram að lesa
Gullkorn vikunnar
Snjáka (andvarpar): Mikið langar mig nú að fara og grýta hús menntamálaráðherra.
Eva (undrandi): Nú? Hvað hefur hún nú gert?
Snjáka: Æ ekkert nýtt svosem, þetta er bara eitthvað persónulegt.
Eplið
Sonur minn Byltingin: Pakksaddur. Það hlýtur að merkja saddur eins og pakk. Tungumálið kemur upp um undirliggjandi andkapítalisma.
Stundum finnst mér Haukur vera líkur mér.
Krísa
Mig langar að steikja kjötbollur. En ekki borða þær.
Brjóta saman þvott. En það sem á annað borð er hreint er samanbrotið.
Setja niður kartöflur. En það er ekki hægt.
Þrátt fyrir sýnilega sumarkomu er skítkalt úti og frost í jörð.
Fermingarmessa
Leónóra (tæpra 7 ára): Pabbi, af hverju er fólkið alltaf að standa upp?
Pabbi hennar: Af því að annars myndu allir sofna.
Scrabble
Eva: Anna. Ég get búið til orðið ‘sáðfruss’.
Anna: Ég tek það gilt. Ég hef séð svoleiðis.
Má ekki gera upp á milli
Pegasus: Ég reyni að sinna þeim báðum jafn mikið. Ég er hræddur um að ef ég sýni öðru meiri athygli, verði hitt afbrýðisamt.
Hann var ekki að tala um börnin sín, heldur brjóstin á mér.
Fé
Lærlingurinn les í rúnir fyrir Dindilhosu:
Lærlingurinn: Og framtíðarrúnin er Fé. Það merkir að þótt þú hafir góðar tekjur í sumar verður þú að fara vel með þær. Þú átt ekki að eyða öllu, heldur finna leið til að láta peningana þína blómstra.
Dindilhosan: Hvernig blómstra peningar?
Lærlingurinn: Eins og kindur.
Það skyldi þó aldrei vera
Lærlingurinn: Ég held að konur fái eitthvað sérstakt kikk út úr því að þrífa.
Nornin: Við fáum kikk út úr því að hafa hreint í kringum okkur, ekki út úr því að þrífa.
Lærlingurinn: Jú, ég held að þið fáið kikk út úr því. Þú ert t.d.rosalega einbeitt með kúst og tusku.
Nornin: Mmmphrfmp. Þú ert ekki svo vitlaus. Ég drep náttúrulega skít. Það er ákveðið kikk fólgið í því að drepa.
Lærlingurinn: Ég held að ríki þögult samkomulag á milli kynjanna. Karlinn fær útrás fyrir kynhvötina og í staðinn fær konan að þrífa.
Speki dagsins
Sonur minn Bjargvætturinn: Það er hann sjálfur sem leikur hann.
Sonur minn Byltingin: En ekki hver?
Sonur minn Bjargvætturinn: En ekki hann sem leikur hann sem leikur stundum einhvern annan.
Í alvöru
Seyðkonan: Það er æðislegur maður að vinna þar. Ég meina æðislegur, þú veist, í alvöru æðislegur. Svo er líka annar en hann er svona meira eins og fyrir þig.
Jamm. Það er harla ólíklegt að við eigum nokkurntíma eftir að slást út af karlmanni.