Heimsyfirráð eða dauði

Atli Haukur: Ég stefni á að ná heimsyfirráðum.
Frænka: Nújá? Og til hvers?
Atli Haukur: Til að koma í veg fyrir að einhver annar geri það.
Frænka: Og hvað ætlarðu svo að gera við heiminn þegar þú ert búinn að ná alræðisvaldi.
Atli Haukur: Bara láta hann í friði.

Frændi minn er 16 ára og viturri en allar ríkisstjórnir veraldar samanlagt.

Best er að deila með því að afrita slóðina