Kannski Afró

Er búin að skoða netsíður með námskeiðum. Það hlýtur bara að vera til einhver leikur eða íþrótt sem ég get haft gaman af. Það væru ekki til svona margar íþróttir ef líkamleg áreynsla væri í eðli sínu leiðinleg svo það hljóta að vera mín viðhorf sem eru eitthvað gölluð.

Ekkert af því sem er í boði vekur áhuga minn enda finnst mér fátt ógeðslegra en að finna svitatauma renna niður með síðunum (set það í sama ógeðsflokk og að þrífa öskubakka eða ælu.)

Ég er samt ákveðin í að finna eitthvað sem ég hef gaman af, svo þetta verði ekki bara íþyngjandi þriggja mánaða skylduræknisátak og svo ekki söguna meir. Hugsa að lendingin verði Afródans. Hann er allavega fyndinn.

Best er að deila með því að afrita slóðina