Fjórða víddin

Þegar ég kom frá Tannsteini stóð Fjölvitinn á miðju búðargólfinu og fræddi Spúnkhildi á dásemdum stærðfræðinnar og fjölda dropanna í sjónum. Fór mikinn. Ég reyndi að láta lítið fyrir mér fara en hann tók nú samt eftir mér og krafðist þess að fá að fremja á mér skyndiheilun. Lagði svo yfir mig hendur og opnaði fyrir mér fjórðu víddina.

-Nú finnurðu strauminn frá mér hérna upp eftir bakinu, sagði Fjölvitinn.
-Já er það virkilega, það hlýtur að boða gott, sagði ég.
Hann kvaddi, hamingjusamur yfir því að hafa lokið góðverki dagsins.

Nú er hann búinn að opna fjórðu víddina fyrir mér og bæði fimmtu og sjöttu víddina fyrir Spúnkhildi. Við svífum ekki í hæðum hér í Nornabúðinni, við fljótum í víddum.

Best er að deila með því að afrita slóðina