-Var gaman hjá Tannlækninum? spurði Spúnkhildur.
Ég er blessunarlega laus við tannlæknafóbíu en þótt Tannsteinn sé í senn hraðvirkur, vandvirkur og nærgætinn, hef ég aldrei tengt þessar stundir í stólnum hjá honum við sérstaka skemmtan. þekki heldur engan annan sem myndi spyrja svona.
-Ég segi kannski ekki gaman en það gerðist allavega ekkert svo andstyggilegt að ég geti jafnað því við sumt af því sem tilteknir karlmannsfávitar hafa gert tilraun til að bjóða mér upp á í bælinu, sagði ég.
Svarið hrökk eiginlega út úr mér án þess að ég legði nokkra hugsun í það. Og nú er ég að velta því fyrir mér hvort Tannsteinn sé sérdeilis góður tannlæknir, hvort sumir aðrir Steinar séu einfaldlega ógeð, eða hvort ég hafi bara óvenjulegan smekk.