Þú mátt velja

Mamman: Þú mátt velja.
Barnið: Þessa þrílitu.
Pabbinn: Já en það vantar tá á hana. Viltu ekki frekar þessa litlu svörtu?. Hún er líflegust.
Barnið: Mig langar mest í þessa þrílitu.
Mamman: Þessi bröndótta er svo sæt og kelin. Vltu hana ekki?
Barnið: Þær eru allar sætar. Má ég fá þessa þrílitu?
Pabbinn: Þú mátt velja en þú vilt náttúrulega ekki gallaðan kött.
Halda áfram að lesa

Kisukjánar

Það má vel vera að brennt barn forðist eldinn en sviðnir kettlingar gera það ekki. Skaði er útklínd í kertavaxi og skilur greinilega ekkert hversvegna gengur svona illa að sleikja það burt.

Morgunkaffi

Suður Jótar fara ekki út í búð, þeir fara ‘ned til köbmanden’.

Þegar ég rölti til kaupmannsins, eltir Norna mig. Hún bíður fyrir utan á meðan ég versla. Mér finnst það dálítið gaman því hún sýnir þess ekki önnur merki að vera háð mér, sækist ekki eftir gælum í viðlíka mæli og flestir aðrir kettir og kúrir sjaldan hjá mér nema hún haldi að ég sé sofandi. Halda áfram að lesa

Köttur með smekk

Mér þótti reyndar afar ótrúlegt að Anja væri raunverulega svöng en ekki vil ég svelta dýrin svo til öryggis setti ég dálítið þurrfóður í kattadallinn. Þetta var hræódýrt fóður sem þeim virðist ekki þykja neitt sérlega spennandi og ég nota aðallega í þessum tilgangi, enda reyndist hún ekki hungraðri en svo að hún át aðeins nokkra bita.

Í morgun þegar ég kom fram voru þær enn ekki búnar með fóðrið en ég setti venjlegan skammt af annarri tegund og mun dýrari saman við. Þær komu strax og gúlluðu í sig. Ég fór fram til að setja í þvottavél á meðan þær voru að éta og tók þá eftir því að Norna tíndi bitana af ódýra fóðrinu upp úr dallinum og lagði þá snyrtilega á gólfið við hliðina á honum.

Svo nú hef ég fengið skýringu á því hversvegna þær eiga það til að sóða þurrfóðrinu út á gólf þótt það komi aldrei fyrir þegar þær fá dósamat eða matarafganga. Norna er semsagt bara að henda rusli.

Kisurnar mínar

Norna fæddist um mánaðamótin júní-júlí. Hún var kolsvört, hvæsti strax á öðrum degi og varð snarvitlaus þegar naggrísaungarnir voru lagðir á spena hjá mömmu hennar en þeir misstu mömmu sína fljótlega eftir fæðingu, litlu skinnin. Rebba, mamma Nornu missti reyndar mjólkina skömmu síðar svo Norna var fóðruð með pela og það var hreint ekki létt verk, því hún beit og klóraði í hvert sinn sem hún var tekin upp. Halda áfram að lesa

Jólakisur

á tvo jólaketti sem eru sármóðgaðir út í hana fyrir að banna þeim að veiða og naga jólaseríurnar.

Posted by Eva Hauksdottir on 24. desember 2009

Kisur og rjómarönd

Komst að því í dag hversvegna er skynsamlegt að loka kettina frammi í þvottahúsi á meðan maður býr til rjómarönd. Ég hefði sko þurft að gera það áður en ég byrjaði að þeyta rjómann. Um leið og ég náði annarri til að henda henni fram, var hin komin upp á borð. Samvinnuóþekkt semsagt. Halda áfram að lesa

Ekkert bloggnæmt

Ég lifi lítt bloggverðu lífi. Veit ekki alveg hvort það er gott eða vont.

Norna, tæpra 4 mánaða kettlingur, (sem fékk nafn sitt af því systur minni fannst hún lík mer, svona ofvirk og alltaf með klærnar úti) er flutt inn en Bjartur er fluttur í Sumarhús með lífsblómið. Mér skilst að nokkrir lesendur hafi beðið með öndina í hálsinum eftir að lesa um átakþrungið ástarsamband okkar, en satt að segja hefur enginn karlmaður sýnt mér minni áhuga, nema þá helst þessir sem ég hef búið með, svo aumt getur ástandið orðið. Halda áfram að lesa

Krútt

Þegar naggrísamamman dó, datt elskulegri systur minni í hug að kannski mætti bjarga krílunum með því að leggja þá á spena kisumömmu í staðinn. Ég var afskaplega efins þótt kisa léti sér bara vel líka, og ég átti satt að segja alveg eins von á að þeir yrðu veikir. Sá minnsti dó á öðrum degi en hinir tveir hafa þrifist vel. Halda áfram að lesa