Fyrstu orðin

Það fyrsta sem Jarðfræðingurinn sagði þegar þau Byltingin komu heim eftir pílagrímsferðina var almáttugur. Var hún þar að vísa til hins Frjádagslega útlits sonar míns en hann hafði spáð því að ég myndi nota þetta orð til að lýsa því hvernig mér væri innanbrjósts. Það er reyndar alveg rétt að það var einmitt það sem ég ætlaði að fara að segja en hún varð andartaki á undan mér.

Ég er að velta því fyrir mér hver sé algengasti fyrsti 1000 orða forðinn sem fullorðnir útlendingar tileinka sér.

Jarðfræðingurinn kann nokkra algenga kurteisisfrasa á borð við góðan daginn og takk fyrir mig og hún kann nöfn á algengum fæðutegundum. Hún getur líka sagt almáttugur en sú mæða, útgangurinn á þér, hippahundur, fjandans vesen, einstefnuakstur og sitthvað fleira. Hún nær framburðinum mjög vel og er rosalega jákvæð en kvartar um að þótt hún reyni að tjá sig á íslensku í búðum, sé henni undantekningalaust svarað á ensku.

Kannski eigum við sjálf mestu sökina á því hve margir nýbúar eru ótalandi á íslensku.

 

Best er að deila með því að afrita slóðina

One thought on “Fyrstu orðin

 1. ———————————————–

  Hér í Noregi er ætlast til þess af fólki að það tali Norsku og hef ég aldrei lent í því (hvað best ég man) að ég hefi ávarpað einhvern á norsku og verið svarað á ensku.

  Posted by: Þorkell | 27.06.2007 | 20:46:12

  ————————————————-

  Eina virkilega almennilega setningin sem maðurinn minn kann er: Ég er svo þunnur að ég er alveg að deyja.

  Posted by: Kristín | 28.06.2007 | 22:05:10

Lokað er á athugasemdir.