Hann hallaði undir flatt og setti upp; „nú-er-ég-voðavitlaus“svipinn.
-Ég er besti vinur þinn þessi árin er það ekki? sagði hann og reyndi að hljóma svolítið óöruggur.
-Jú, samsinnti ég.
-Og þú treystir mér betur en nokkrum öðrum í heiminum? Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir merki: Drengurinn sem fyllir æðar mínar af endorfíni
Örstuttur fyrirlestur um hamingjuna
Ég hef aldrei séð hann öðruvísi en hamingjusaman.
-Hefurðu einhverja sérstaka ástæðu til að vera hamingjusamur eða er þetta bara kækur? spurði ég Halda áfram að lesa
Vetrarsólstöður
Endorfínuppspretta tilveru minnar er farin austur á land með nokkur eintök af bókinni minni í farteskinu en dagurinn þegar sólin kemur ekki einu sinni upp þarf samt sem áður ekki endilega að vera slæmur. Halda áfram að lesa
Sefurðu hjá gerpinu?
Sefurðu hjá gerpinu? spurði Endorfínstrákurinn en hljómaði hreint ekki eins og hann væri ánægður með þá hugmynd.
-Nei það geri nú ég ekki. Ekki enn að minnsta kosti. Og leitt að tilkynna þér það elskan en hann er bara hreint ekkert gerpi, sagði ég. Halda áfram að lesa
Deit í kvöld
Jæja stelpur, allar að krossa fingur fyrir Evu. Ég er að fara að hitta mann í kvöld. Veit ekki mikið um hann en hann er allavega sætur, a.m.k. á mynd. Á 3 börn sem er mikill kostur og það sem meira er, þau eru hjá honum, allavega í kvöld. Ég er ekki ennþá búin að spyrja hann hvort það sé bara tilviljun að hann sé með þau í miðri viku eða hvort þau búi hjá honum. Halda áfram að lesa
Vill svo til
Ég nennti ekki út en spurði tarotspilin ráða. Þau lofuðu mér vonbrigðum, harmi og gengishruni ef ég færi út, dauða, tímasóun, og kvíðakasti ef ég sæti heima. Drengurinn sem fyllir æðar mínar af endorfíni kom í heimsókn og bjargaði mér frá geðbólgu aldarinnar. Halda áfram að lesa
Vitringurinn
-Eva, heldurðu að geti verið að ég sé vitur? sagði Drengurinn sem fyllir æðar mínar af endorfíni.
Ég virti hann fyrir mér og mátaði í huganum síðskegg á lukkutröllsandlit hans.
-Ég meina ekki svona gáfaður eða klár. Ég hef náttúrulega aldrei verið góður í stærðfræði eða neitt …
-Ég veit hvað þú átt við, sagði ég og reyndi að sjá fyrir mér telpulegan líkama hans í klæðum Gandálfs. Halda áfram að lesa
Zen
– Hvar í fjandanum á ég að ná í þessar 700.000 krónur sem mig vantar? spyr ég og skipti spilabunkanum. Drengurinn sem fyllir æðar mínar af Endorfíni fylgist með af uppgerðar áhuga. Halda áfram að lesa
Að elska
Að lokum sæki ég sængina mína í bílskúrinn hans pabba. Hún lyktar eins og húsasmiðurinn. Og drengurinn sem fyllir æðar mínar af endorfíni sestur á rúmstokkinn. Halda áfram að lesa
Þessi fallegi dagur
Á leiðinni upp í Heiðmörk handfjatlaði ég hálsmenið sem Húsasmiðurinn gaf mér. Það er Davíðsstjarna.
-Tákn hinna landlausu, sagði hann þá og ég sagði það ekki en ég hugsaði að líklega væri hún frekar tákn þeirra landleysingja sem hröktu annað fólk frá heimilinum sínum, gerðu það að Landleysingjum sem hröktust frá eigin landi og misstu allt að ástvinum sínum meðtöldum. Halda áfram að lesa
Lögboðinn brúðkaupsdagur
Á fyrsta degi sorgar er maður ósofinn, máttvana af hungri en getur samt ekkert látið ofan í sig. Á þessu stigi er maður samt sem áður nógu dofinn til að æða af stað og leita að húsnæði, sækja um aukavinnu, lesa sjálfshjálparbók og skrifa smásögu. Halda áfram að lesa
Ef maður sé ekki heilagur þá sé maður kannski bara galinn?
Drengurinn sem fyllir æðar mínar af Endorfíni var ekki að kveðja mig þegar hann skilaði bréfinu. Kannski les ég of mörg tákn út úr hversdagslegum atvikum. Slíkt ku vera háttur heilagra manna og geðsjúklinga og ég velti því fyrir mér hvorum hópnum ég tilheyri. Ég er náttúrulega galin en það eru flestir heilagir menn (og konur) líka. Hins vegar er ekki endilega víst að allir rugludallar séu heilagir. Halda áfram að lesa
Að læra af mistökum
Drengurinn sem fyllir æðar mínar af endorfíni sagði einu sinni að hugmyndin um að læra af mistökunum væri ekkert annað en léleg afsökun þeirra sem gefast alltaf upp í fyrstu tilraun. Halda áfram að lesa
Og kom til að kveðja
Sumar nætur vekur hann mig, Drengurinn sem fyllir æðar mínar af endorfíni. Og ég sem sef á næturnar og vaki á daginn, læt mig hafa það að vakna, allavega til hálfs. Á góðum nóttum fer ég kannski fram úr og laga kakó en oftast situr hann bara á rúmstokknum og spjallar við mig þar til augnlokin síga og ég tala samhengislaust. Þá kyssir hann mig á ennið og fer. Halda áfram að lesa
Drengurinn sem fyllir æðar mínar af endorfíni
Birtan í mér er að gera mig brjálaða. Ég veit ekki alveg hvaðan hún kom en dag nokkurn áttaði ég mig á því að ég deildi líkama með þessari miskunnarlausu persónu sem neyðir mig til þess að horfast í augu við hlutina eins og þeir eru. Hún hefur angrað mig sérstaklega mikið undanfarið. Halda áfram að lesa