Vaknaði í morgun á þessum ægilega Elíasarblús. Mér finnst það undarlegt því ég hef ekkert hugsað neitt meira til þín undanfarið en ég er vön og í augnablikinu eru báðir strákarnir mínir og pabbi hérna svo ekki er það af því að mig skorti félagsskap. Kannski hefur mig dreymt þig, ég man næstum aldrei drauma. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir merki: Djúpið
Skyn
Vaknaði um miðja nótt og fann fyrir þér, líkamlega. Fann þig halda um úlnliði mína. Fann rólegan andardrátt þinn þétt við bakið á mér. Halda áfram að lesa
Eitthvað um tré
-Hagkvæmt jú, ég býst við því en ég held nú samt að sambönd gangi ekki upp til lengdar nema fólk sé svolítið ástfangið, sagði hann.
-Nei, það er alveg rétt hjá þér að hagkvæmnissambönd ganga ekki upp til lengdar en ég sé nú ekki að þau gangi neitt frekar upp þótt maður sé ástfanginn. Ég er allavega nokkuð viss um að minn síðasti elskaði mig helling og ekki gekk það upp. Halda áfram að lesa
Duld
Litla títa, mýrispýta, segðu mér frá duldinni þinni, bað hann.
Duldin já, ég reikna með að hún blundi í hverjum manni. Gæti játað á mig blygðunarblæti og Megasarduld en gallinn er sá hvorugt er sérlega vel dulið og verkar því ekki eins og tilfinningalegt viagra þótt ég klæmist á því. Halda áfram að lesa
Angur
Um áramótin ákvað ég að þetta ár ætlaði ég að gera allt sem mig langaði og ekkert sem ég vil ekki en það er ekki alltaf eins einfalt og ætla mætti. Halda áfram að lesa
Blæti
Ég er líklega haldin lúserablæti. Mig dauðlangar að æða út í sjálfrennireið mína og stoppa hana fyrir framan blokkina sem ég bjó í á námsárum mínum forðum daga. Hef oft tekið Rósu frænku með í heimsókn til Haffa en honum var venjulega alveg sama þótt kerlingarhexið meinaði honum aðgang að helgidómnum svo framarlega sem hann fékk að drekka sína 6 bjóra án athugasemda og ég lofaði að fara ekki frá honum fyrr en hann væri sofnaður. Halda áfram að lesa
Hugleiðing um rottur
Ég veit að pínulítil, viðbjóðsleg rottusál hangir langtímum á sápunni minni. Nei, ég er ekki þessi týpa sem leggur sig niður við að rekja ip tölur. Auk þess hef ég engan tíma í svoleiðis bull. Ég fékk þetta bara staðfest fyrir tilviljun. Halda áfram að lesa
Punktur
Kennaraverkfall brostið á aftur. Æææææææææææ! Og hvert leitar hún þá til að fá gæslu fyrir barnið? Að sjálfsögðu til einhvers sem væri vís með að útvega parketnagla í leiðinni. Snjallt að láta gemlinginn gista. Gæti vakið djúpstæðari kenndir en löngun til að skjótast í Húsasmiðjuna eftir parketnöglum. Halda áfram að lesa
Bakarí
Ég þarf að vinna í kvöld og kemst ekki á kynningardagskrá vetrarins í Borgarleikhúsinu. Herregud hvað mig langar í karlmann en ekki mæti ég í táldráttarkjólnum í eldhúsið.
Ég fór í bakaríið þegar ég var búin að vinna um hádegisbilið í dag. Stelpan sem afgreiddi mig lítur út eins og Mjallhvít, með svartar fléttur, fullkoma húð og roða í kinnum. Mér datt í hug að kaupa snúð en fór heim með Bláfjallabrauð. Því fjarlægðin gerir fjöllin blá og langt er til Ólafsbúðar.
Fatt
Ég hafði eiginlega hugsað mér að fara í ljós og verja svo seinni partinum fyrir framan spegilinn, lakka táneglur mínar með perlumóðurlakki og þekja yndisfagran líkama minn með appelsínuhúðareyði, vaxstrimlum, hárnæringu og maska, alveg þar til spegillinn segði hátt og skýrt; Halda áfram að lesa
Verð
Líkamslykt loðir við rúmföt. Undarlegt hvað sængin mín er gegnsýrð af líkamsilmi Húsasmiðsins, þegar allt kom til alls svaf hann áreiðanlega aldrei undir henni. Samt er þetta ekki bara mín lykt heldur lyktin af okkur báðum. Eða er þetta kannski bara mín eigin lykt? Lykta ég þá eins og tvö? Eða lykta ég bara eins og hann? Halda áfram að lesa
Þessi fallegi dagur
Á leiðinni upp í Heiðmörk handfjatlaði ég hálsmenið sem Húsasmiðurinn gaf mér. Það er Davíðsstjarna.
-Tákn hinna landlausu, sagði hann þá og ég sagði það ekki en ég hugsaði að líklega væri hún frekar tákn þeirra landleysingja sem hröktu annað fólk frá heimilinum sínum, gerðu það að Landleysingjum sem hröktust frá eigin landi og misstu allt að ástvinum sínum meðtöldum. Halda áfram að lesa
Lögboðinn brúðkaupsdagur
Á fyrsta degi sorgar er maður ósofinn, máttvana af hungri en getur samt ekkert látið ofan í sig. Á þessu stigi er maður samt sem áður nógu dofinn til að æða af stað og leita að húsnæði, sækja um aukavinnu, lesa sjálfshjálparbók og skrifa smásögu. Halda áfram að lesa
Naglar
-Hvað vildi hún núna? sagði ég. Hann dró mig til sín og faðmaði mig að sér.
-Hvaða tónn var þetta? Þú ert þó ekki afbrýðisöm?
-Nei, ætti ég að vera það?
-Nei auðvitað ekki en þú virðist nú vera eitthvað ósátt. Halda áfram að lesa
Matthías lést
Matthías lést í fyrrakvöld.
Ég kvaddi hann ekki.
[custom-related-posts title=“Tengt efni“ order_by=“date“ order=“ASC“ none_text=“None found“]
Dósentinn veikur
Dósentinn minn dáði og dýrkaði liggur fyrir dauðanum og sagt er að honum hafi hrakað. Ég ætti að fara og kveðja hann en finnst einhvernveginn óviðeigandi að banka upp á hjá einhverjum sem ég hef ekki séð í 10 ár, í þeim tilgangi að kveðja. Það væri eins og yfirlýsing um að hann ætti enga lífsvon.
Samt ætti ég að fara til hans. áður en það verður of seint.
Að læsa dyrunum
-Ég er ekki vond við þá sem mér þykir vænt um. Ekki viljandi allavega. En ég er vond við þá sem eru mér ekkert meira en bólfélagar, sagði ég.
-Af hverju?
-Af því að til þess eru þeir, sagði ég. Ég refsa þeim fyrir að vera karlmenn af því að þannig eru slík sambönd, bara tvær einmana manneskjur sem fá útrás fyrir þjáningu sína með því að kvelja hvor aðra.
-Þú mátt ekki vera vond við mig. Halda áfram að lesa
Var ég að kveðja hann?
Var ég að kveðja hann? Líklega. Ég hef saknað hans undanfarið og þegar svo er komið er ekki um annað að ræða. Hann fann það held ég. Fann eitthvað allavega. Hann bað mig ekki að vera lengur eins og venjulega. Þvert á móti rauk hann fram úr, sagðist verða að komast út, til að fá sér kaffi. Ekki „eigum við að fara út og fá okkur kaffi“, heldur „ég er eitthvað svo órólegur, ég verð að komast út“. Halda áfram að lesa
Hugrenning um fortíðardrauga
Fékk tölvupóst frá fortíðardraug sem telur sig eiga eitthvað ósagt. Hef ekki talað við hann í 9-10 ár. Það er ekki oft sem ég frysti fólk og ekki nema viðkomandi hafi gengið svo gjörsamlega fram af mér að ég flokka hann ekki lengur sem manneskju. Halda áfram að lesa
Skjálfti 2
Eitt kvöldið ræðst Hryllingurinn bakdyramegin inn í líf manns og það eina sem maður getur mögulega gert í málinu er að loka augunum og lifa af til morguns. Halda áfram að lesa