Skyn

Vaknaði um miðja nótt og fann fyrir þér, líkamlega. Fann þig halda um úlnliði mína. Fann rólegan andardrátt þinn þétt við bakið á mér.

Það var ekki draumur. Ég var vakandi og vissi að þetta var ímyndun. Kannski byrjaði hún í draumi en ég var vöknuð, glaðvöknuð, Mér datt í hug að hvísla nafnið þitt en það hefði ekki þjónað tilgangi. Þú varst ekki hjá mér, ekki nema sem minning sem einhvernveginn hefur brennt svo djúpt spor í sálina í mér að ég finn fyrir því líkamlega. Ennþá, af og til.

Sakna ég þín? Allavega þessarar snertingar. Kannski tók ég henni full persónulega. Ég skil þig ekki sérlega vel en ég skynja þig.

Allavega einhvernveginn, stundum.