Smá um galdur

Mér leiðist.  Fæ þau skilaboð frá Fésverjum að ég eigi bara að galdra eitthvað jákvætt.

Galdur getur ekki gert neikvætt ástand jákvætt. Hinsvegar er hægt að horfa á neikvæða stöðu með jákvæðu hugarfari, þ.e.a.s. að finna út hvernig maður getur nýtt erfiðleikana þannig að niðurstaðan verði jákvæð eða glímt við þá á jákvæðan hátt. Þar geta galdrar vissulega hjálpað en fyrsta skrefið er nú bara að brúka það sem maður hefur á milli eyrnanna.

Það jákvæðasta sem ég sá við efnahagshrunið var kjöraðstæður til að fremja byltingu. Það jákvæðasta sem ég sá við það þegar þorri almennings afhjúpaði sig sem huglausa og duglausa vesælinga, sem höfðu ekki döngun í sér til að fylgja uppþotinu eftir, var möguleikinn á því að snúa mér að raunhæfari verkefnum og fá frídag af og til. Ég þurfti engan galdur til þess.

Best er að deila með því að afrita slóðina