Það er ekki líkt mér að sofa til hálftólf á sunnudegi en allt hefur sínar skýringar; vér kviðmágkonur blótuðum Þorra í gærkvöld. Rauði Folinn kom vitanlega með enda hefð fyrir því allt frá barnaskólaárum að bjóða honum einum karlmanna í stelpnapatrý. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir merki: Maðurinn sem átti ekki tíkall
Fatt
Ég hafði eiginlega hugsað mér að fara í ljós og verja svo seinni partinum fyrir framan spegilinn, lakka táneglur mínar með perlumóðurlakki og þekja yndisfagran líkama minn með appelsínuhúðareyði, vaxstrimlum, hárnæringu og maska, alveg þar til spegillinn segði hátt og skýrt; Halda áfram að lesa
Að vera yndisleg – eða ekki
-Þú ættir auðvitað bara að skrifa, sagði Farfuglinn þegar ég lýsti örvæntingu minni yfir því að vita ekki ennþá hvað ég ætlaði að verða þegar ég yrði stór. Halda áfram að lesa
Kandidat óskast í hlutverk úlfsins
Þegar ég var lítil stelpa var draumahlutverkið mitt litla húsamúsin í Hálsaskógi. Enn í dag finnst mér að það hlutverk henti mér ágætlega þótt ég eigi að heita fullorðin. Þ.e.a.s. að því tilskildu að refurinn sé rauðhærður. Við nánari umhugsun er ég heldur ekki alveg frá því að Rauðhettugervið bjóði upp á áhugaverða möguleika. Halda áfram að lesa