Það er ekki hlaupið að því að finna karlmann sem er í senn náttúrulega fallegur og ekki svo hávaxinn að ég líti út eins og skrípamynd við hliðina á honum. Hulla systir mín fann þennan brámyndarlega mann Ingvar Jóhannsson í hlutverk Ljúflings.
Greinasafn fyrir merki: Ljúflingur
Tilgangslaust
Birta: Hann er allavega sætur á mynd. Og er ekki með stafsetningarvillu í öðru hverju orði.
Eva: Mmpm, ég veit samt ekki…
Birta: Viltu kynnast karlmanni eða ekki?
Eva: Jú, ég vil það alveg. En ég held samt að það þýði ekkert fyrir mig að vera að hitta karlmenn. Ég er bara einhvernveginn dauð inni í mér. Halda áfram að lesa
Bísam
Eva: Hvort þætti þér verra; að vera utangarðs út á það sem þú ert eða að njóta viðurkenningar út á eitthvað sem þú ert ekki?
Ljúflingur: Ég held að gagnvart hópnum vilji flestir vera inni, jafnvel út á falska ímynd. Ekki kannski þú en flestir eru háðir félagslegri viðurkenningu.
Eva: Ég held að þú hafir rétt fyrir þér en gildir annað gagnvart nánum samböndum en hópnum?
Ljúflingur: Jaaaaá, viljum við ekki geta tekið niður grímurnar í nokkuð góðri vissu um að við séum elskuð þrátt fyrir að vera eins og við erum?
Halda áfram að lesa
Í alvöru
Ljúflingur.
Svo langt síðan ég hef séð þig. Engu líkara en að það hafi verið í einhverri annarri sögu. Mig ætti að langa að snerta þig, tala við þig, hlæja með þér en nú stöndum við hér og höfum ekkert meira að segja. Allavega ekki ég. Halda áfram að lesa
Lit
Ljúflingur. Huldumaðurinn minn.
Þegar ég ætlaði að ýta þér til hliðar svaraðir þú með því að segja tíkinni þinni allt af létta og herja út formlegt leyfi til að gista hjá mér. Ég orti þér ljóð í tilefni af þeim undarlega gjörningi. Hélt áfram að leita að frambærilegum kærasta en tók samt nokkrar óafturkræfar ákvarðanir. Fannst ég næstum elskuð um tíma. Halda áfram að lesa
Grafið
-Ég þarf að tala við þig, sagði hann og þótt ég vissi ekki nákvæmlega hvað hann ætlaði að segja, vissi ég samt hvað það þýddi fyrir mig. Reyndi að kyngja kekkinum með allt of sterku kaffi en það mistókst og tárin brutust fram áður en hann kom næstu setningu að.
-Ég verð bráðum pabbi. Halda áfram að lesa
Án rósa
-Viltu vera hjá mér í nótt?
-Auðvitað vil ég það en það er víst að ég geti það.
-Auðvitað geturðu það. Það er hinsvegar ekki víst að þú viljir það nógu mikið til að nenna veseninu sem það getur kostað. En það er allt í lagi, ég geri mér alveg grein fyrir því að ég er ekki á forgangslistanum hjá þér. Halda áfram að lesa
Spurningar og svör
Ljúflingur: Má ég spyrja þig að einu?
Eva: Prófaðu bara, það versta sem getur gerst er að ég svari ekki.
-Nei, þú verður að lofa að svara.
-Áður en ég heyri spurninguna?
-Já, bara í þetta eina sinn. Ég hef aldrei beðið þig um það áður. Halda áfram að lesa
Sjúkt
-Þið sjúklingar. Sagði hún það já? Kemur ekki á óvart. Við lifum í svo heilbrigðu samfélagi sjáðu til. Getur þú annars sagt mér hvað er svona sjúkt við að langa til að finna að maður geti treyst einhverjum fullkomlega? sagði Ljúflingur. Halda áfram að lesa
Leiðindi
Byltingin er að vinna á Sólheimum, Jarðfræðingurinn að undirbúa ráðstefnu, Pysjan í Danaveldi, Lærlingurinn á Ítalíu, Anna á Spáni, Elías – það er nú eins og það er og Ljúflingur farinn heim að fóðra tíkina.
Ég hef andskotans yfirdrifið nóg að gera en nenni engu af því.
Mér leiðist.
Ég fann síðast fyrir þessari tilfinningu í ágúst árið 2000. Þá var ég fangavörður á Litla Hrauni. Leiðindin komust á alvarlegt stig en ég læknaði sjálfa mig af þeim með því að stofna til ástarsambands við einn fanganna. Það var ekki gott mál að leiðast of lengi.
Manntafl
Ljúflingur: Má ég vera hjá þér?
-Auðvitað. Er eitthvað að?
Ljúflingur: Nei. Ég var bara einmana.
-Nú? er alkóhólik bits að halda laugardaginn hátíðlegan?
Ljúflingur: Hættu þessum hnýtingum. Hnýttu mig frekar niður og ríddu mér eða eitthvað.
-Nei elskan mín.
Ljúflingur: Ég veit þig langar.
-Það getur vel verið en ég fæ meira kikk út úr því að kvelja þig andlega. Halda áfram að lesa
Undir þindinni
Ljúflingur: Eigum við að láta græða lófann á mér undir bringspjalirnar á þér?
Eva: Þú þjáist ekki af skuldbindingafælni.
Ljúflingur: Mér finnst stórmerkilegt hvað þér finnst gott að láta þrýsta undir þindina í þér.
Eva: Öllum finnst þetta gott. Það af því að öryggistilfinningin býr í þindinni.
Ljúflingur: Þér finnst þetta betra en flestum öðrum og samt ertu ekkert öryggislaus.
Eva: Ætli þindin sé svona óuppgötvaður nautnablettur?
Ljúflingur: Nei, ég held að undirvitundin þín sé að reyna að herma eftir tilfinningunni sem þú fannst þegar þú varst ólétt og börnin þrýstu þindinni upp. Halda áfram að lesa
Strengurinn
Eva: Þú sem ert vitur. Getur þú sagt mér hverskonar fávitaháttur það er að halda alltaf áfram að treysta mannskepnunni, þótt reynslan sýni að fólk bregst?
Ljúflingur: Þeir sem treysta engum verða geðveikir. Þú ættir að vita það. Trixið er finna út hvar fólk er líklegast til að bregðast og hleypa því ekki inn á það svið nema reikna með því að það geti farið á versta veg. Halda áfram að lesa
Bókstaflega
Eva: Hljópstu? Alla þessa leið?
Ljúflingur: Ég er að passa línurnar.
Eva: Ég hefði með ánægju sótt þig.
Ljúflingur: Ég veit. Halda áfram að lesa
Frávik
Eva: Ég elska þig eins og Alan Shore elskar Denny Crane.
Ljúflingur: Á sama hátt eða jafn mikið?
Eva: Hvorttveggja.
Ljúflingur: Þú heldur í alvöru að lífið sé sápuópera er það ekki?
Eva: Það er það. Þótt þú sért ekkert líkur Denny Crane. Og ekki ég Alan Shore þótt ég sé háð þér.
Ljúflingur: Ég elska þig eins og nörd elskar frávik.
Eva: Þú heldur í alvöru að undantekningar sanni reglur er það ekki?
Ljúflingur: Nei. Ég held að meiri sannleikur felist í frávikinu en fjöldanum.
Eva: Þessi undarlega ást okkar er frávik. Eða allavega samband okkar.
Ljúflingur: Ég held að ást sé yfirhöfuð frávik.
Ástargaldur
Ljúflingurinn sem elskar mig er svosem ágætis maður, af karlmanni að vera, en gallinn er sá að hann á konu sem er þokkalega heil á geðsmunum, af konu að vera. Mér finnst gaman að vera elskuð en hef stagast á því síðasta árið að ég kæri mig ekki um að verða hjákona hans. Það þykir honum leiðinlegt. Allavega sýndi hann gífurlegan áhuga á því að hafa mig sem frillu alveg þar til í síðustu viku. Halda áfram að lesa
Búrið
Elskan mín og Ljúflingur
Allt sem þú vilt geturðu fengið, spurningin er bara þessi eilífa; hvað má það kosta? Líklega verður þetta lögmál rauði þráðurinn í ævisögu minni þegar upp er staðið.
Það er fyrst núna sem hugmyndin um að eitthvað kunni að breytast, (aðstæðurnar eða viðhorf hans eða að ég sjálf sjái skyndilega hlutina í allt öðru ljósi) vekur mér engar væntingar. Ég er komin yfir sorgina og tilbúin til að halda áfram. Kannski veit maður aldrei almennilega hversu háu verði maður er reiðubúinn að greiða hamingju sína en ég veit allavega hvað ég vil ekki. Halda áfram að lesa
Ampop
Strákarnir í Ampop stóðust væntingar. Ég hef ekki farið á tónleika með þeim fyrr en mun áreiðanlega gera það oftar. Hef heldur ekki heyrt Hæfileikarann spila á flautu fyrr og það eitt út af fyrir sig hefði nægt mér til að finnast kvöldið þess virði að mæta. Reyndar var reykurinn farinn að rífa í þegar þeir Ampopparar hófu sitt prógramm enda mætti ég um leið og Hraun byrjaði að spila. Halda áfram að lesa
Eina krafan
-Það er ekki skynsamlegt hjá okkur að hittast svona oft og það er ekki á stefnuskránni hjá mér að vera hjákona, ekki heldur platónsk hjákona sagði ég.
-Þú getur nú varla litið á þig sem hjákonu ef þú berð engar tilfinningar til mín, sagði hann.
-Ég hef ekki sagt að ég beri engar tilfinningar til þín. Bara ekki þær sem þú vilt og þessvegna væri ekkert vit í því að láta þetta ganga lengra og þú veist það alveg. Halda áfram að lesa
Drengurinn sem vaknaði með ljótuna
-Það er vitleysa í þér að ég sé alltaf glaður, sagði Endorfínstrákurinn hamingjusamur. Í gær t.d. vaknaði ég með ljótuna. Ég var með ljótuna alveg lengi. Í marga klukkutíma. Allavega þrjá, kannski næstum fjóra. Halda áfram að lesa