Leiðindi

Byltingin er að vinna á Sólheimum, Jarðfræðingurinn að undirbúa ráðstefnu, Pysjan í Danaveldi, Lærlingurinn á Ítalíu, Anna á Spáni, Elías – það er nú eins og það er og Ljúflingur farinn heim að fóðra tíkina.

Ég hef andskotans yfirdrifið nóg að gera en nenni engu af því.

Mér leiðist.

Ég fann síðast fyrir þessari tilfinningu í ágúst árið 2000. Þá var ég fangavörður á Litla Hrauni. Leiðindin komust á alvarlegt stig en ég læknaði sjálfa mig af þeim með því að stofna til ástarsambands við einn fanganna. Það var ekki gott mál að leiðast of lengi.

 

 

Best er að deila með því að afrita slóðina

One thought on “Leiðindi

  1. ——————————–

    Sæl Eva. Aldrei er gott að leiðast of lengi… veit samt ekki alveg hvað hægt er að gera til að „afleiðast“… það er voðalega persónubundið, sumir þurfa að finna sér nýtt áhugamál, aðrir þurfa að kynnast nýju fólki/elskhugum og enn aðrir þurfa að komast út í frí. Leiðinn hættir nú oftast á endanum einhvernveginn… gangi þér vel 🙂

    ps. fær minns aðgang að launkofanum eða er það bara fyrir V.I.P.? 🙂

    Posted by: Björgvin | 26.06.2007 | 20:17:01

Lokað er á athugasemdir.