Bókstaflega

Eva: Hljópstu? Alla þessa leið?
Ljúflingur:  Ég er að passa línurnar.
Eva: Ég hefði með ánægju sótt þig.
Ljúflingur:  Ég veit.

Eva: Sé ég mynstur? Það er ekki oft sem ég bið þig að hitta mig en það virðist helst gerast þegar þú ert hvort sem er að fara út að hlaupa. Á tveggja ára fresti eða svo.
Ljúflingur:  Málið er að þú þarfnast ekki mín. Ég á aldrei eftir að fara með þér í leikhús eða læra muninn á sonnettu og dróttettu eða hvað það heitir. Þú þarfnast staðfestingar á því að einhver muni alltaf koma hlaupandi þegar þú kallar.
Eva: Og þessvegna hljópst þú, bókstaflega?
Ljúflingur: Þegar ég geri eitthvað bókstaflega skilur þú það táknrænt.
Eva: Þú hlýtur að elska mig mjög mikið.
Ljúflingur: Það veit ég ekki en ég hef hlustað á hjarta þitt slá.

Best er að deila með því að afrita slóðina