Ampop

Strákarnir í Ampop stóðust væntingar. Ég hef ekki farið á tónleika með þeim fyrr en mun áreiðanlega gera það oftar. Hef heldur ekki heyrt Hæfileikarann spila á flautu fyrr og það eitt út af fyrir sig hefði nægt mér til að finnast kvöldið þess virði að mæta. Reyndar var reykurinn farinn að rífa í þegar þeir Ampopparar hófu sitt prógramm enda mætti ég um leið og Hraun byrjaði að spila. Ég fór því fram í anddyri eftir 2-3 lög. Reyndar ekki ein í þetta sinn því Fangóría var í miðasölunni og auk þess varð ég þeirrar ánægju aðnjótandi að fá mjög sérstakan félagsskap ungs manns sem reykir ekki heldur.

Jamm, Ljúflingurinn mætti semsé á staðinn og ekki með neina tík í eftirdragi. Mér hlýnaði nú bara um hjartaræturnar. Það er sem ég segi, ég á galdrablogg. Við fórum snemma en það var ekki Ampop að kenna eða félagsskapnum heldur reyknum. Samt settumst við ekki á Háskólatröppurnar. Það var heldur engin þoka.

Best er að deila með því að afrita slóðina