Enn eitt leikritið

Frumsýning á Híbýlum vindanna í gær. Fín sýning. Jaðraði á köflum við að vera of artý fyrir minn smekk en slapp til og ég var ánægð með af leikstjórn, reyndar alla listræna stjórnun, hrifin af öllum leikurum, ekki síst börnunum sem stóðu sig mjög vel, sviðsmyndinni, búningunum o.s.frv. Sagan sjálf er dapurleg og sjálfsagt erfitt að segja svona mikla sögu í einu leikverki en handritið er þokkalegt. Sumsé vel þess virði að sjá þetta stykki. Halda áfram að lesa

Unskot!

Ég GLEYMDI að fara í Þjóðleikhússkjallarann í gærkvöld. Frétti af því að Snergillinn yrði þar uppistandandandi og svo ætluðu hinir bráðskemmtilegu Hraunverjar að heiðra tónlistargyðjuna. Ég gleymdi þessu og var komin í bælið um 11 leytið. Svaf aukinheldur til kl 11 í morgun þótt ég megi ekkert vera að því að eyða tímanum í bælinu. Halda áfram að lesa