Mig dreymdi í nótt.
Ég man drauma mjög sjaldan enda er yfirleitt lítið samhengi í draumum mínum. Oftast eru þeir bara einhver óreiðukennd sýra en hvort það á að tákna sálarástand mitt eða kassann með heimilisbókhaldinu veit ég ekki. Það furðulega er að mig dreymdi manninn sem mig langar svo til að giftast en hann kom líka við sögu í síðasta heillega draumi sem ég man eftir. Hvað sem það á nú að tákna. Halda áfram að lesa