Blæti

Ég er líklega haldin lúserablæti. Mig dauðlangar að æða út í sjálfrennireið mína og stoppa hana fyrir framan blokkina sem ég bjó í á námsárum mínum forðum daga. Hef oft tekið Rósu frænku með í heimsókn til Haffa en honum var venjulega alveg sama þótt kerlingarhexið meinaði honum aðgang að helgidómnum svo framarlega sem hann fékk að drekka sína 6 bjóra án athugasemda og ég lofaði að fara ekki frá honum fyrr en hann væri sofnaður. Eitthvað svo sætt við það að vanta bara nærveru. Bara að strjúka og kyssa og liggja í faðmlögum og flissa að einhverjum hallærislegum brandara. Það er venjulega eitthvað ægilega sætt við aumingja.

Það var stórsniðug ráðstöfun hjá mér að eyða símanúmerinu áður en ég náði að leggja það á minnið. Verst að það er nánast útilokað að ég gleymi heimilisfanginu. Hvað á það líka að fyrirstilla að kaupa sér íbúð í gömlu blokkinni minni?

Ég er að reyna að gefa því séns að hringja í manninn sem hefur lýst sig ástfanginn af mér en held að það sé lítið vit í því. Var rétt í þessu að reyna að ímynda mér hvernig hann liti út nakinn og myndin kemur út eins og ruglað sjónvarpsefni.