IDOL

Heyrði brot úr útvarpsviðtali við vesælt vonnabí áðan. Eitthvað á þessa leið:

Jú sko, það sem er erfiðast við þetta er að það nottla vita allir hver maður er og mér finnst alveg geðveikt pirrandi þegar fólk er alltaf að koma til mín og eitthvað að tala við mig. En þetta er bara hluti af pakkanum og maður tekur því bara og sko mér finnst bara gegt gaman þegar krakkar eru að stoppa mig úti á götu og tala við mig, ég meina það er bara ógisla sætt.

Jamm. Ég slökkti á viðtækinu.

Hafi ég einhverntíma sagt að karlmenn séu fífl (ég hef allavega gert mig seka um að hugsa það) tek ég það hér með aftur. Fíflska er ekki kynbundin, hefur bara mismunandi birtingarmyndir.

Best er að deila með því að afrita slóðina