Dósentinn minn dáði og dýrkaði liggur fyrir dauðanum og sagt er að honum hafi hrakað. Ég ætti að fara og kveðja hann en finnst einhvernveginn óviðeigandi að banka upp á hjá einhverjum sem ég hef ekki séð í 10 ár, í þeim tilgangi að kveðja. Það væri eins og yfirlýsing um að hann ætti enga lífsvon.
Samt ætti ég að fara til hans. áður en það verður of seint.