Ég ætti að vera áhyggjufull

Ég ætti að vera áhyggjufull.

Ég stefni hraðbyri í gjaldþrot og jafnvel þótt ég fái vinnu strax í dag, bjargar það ekki desembermánuði. Býst við að það sé fyrst og fremst veruleikaflótti en mér líður bara svo vel og ég tími ekki að eyðileggja það með því að hugsa um ógreidda reikninga og uppurinn yfirdrátt.

Ef ég hefði áttað mig á því fyrr hversu margir nágranna minna eru haldnir sértækri jólaskrautsröskun, hefði ég haldið námskeið í því hvernig á að fara að því að láta hús og garð EKKI líta út eins og flokkur leikskólabarna hafi leikið lausum hala á jólaljósamarkaði.

Markmið dagsins er happdrættisvinningur, hár. Það virðist vera það raunhæfasta í stöðunni.

Best er að deila með því að afrita slóðina