Bakarí

Ég þarf að vinna í kvöld og kemst ekki á kynningardagskrá vetrarins í Borgarleikhúsinu. Herregud hvað mig langar í karlmann en ekki mæti ég í táldráttarkjólnum í eldhúsið.

Ég fór í bakaríið þegar ég var búin að vinna um hádegisbilið í dag. Stelpan sem afgreiddi mig lítur út eins og Mjallhvít, með svartar fléttur, fullkoma húð og roða í kinnum. Mér datt í hug að kaupa snúð en fór heim með Bláfjallabrauð. Því fjarlægðin gerir fjöllin blá og langt er til Ólafsbúðar.

Best er að deila með því að afrita slóðina