Spörfuglasöngvar

Og kannski er það kaldhæðnislegasta af öllu að samband okkar hófst með því að ég hvæsti á þig þegar þú falaðist eftir textum. Þú máttir auðvitað nota þá sem ég átti fyrir en ég vildi sjá eitthvað sem benti til þess að þér væri alvara áður en ég færi að leggja vinnu í texta fyrir þig.

Auðvitað fór það á annan veg og nú sit ég uppi með helling af textum sem falla ekki að neinum lögum nema þínum og veit að þú munt aldrei koma þeim á framfæri.

 

Tilbrigði við Janosh

Einhver fegursta saga sem ég þekki er sagan af því þegar litla tígrisdýrið og litli björninn voru á ferðalagi í gegnum skóginn til að leita að fjársjóði. Þegar litla tígrisdýrið varð þreytt, tók litli björninn það á bakið og bar það, alveg þar til hann var orðinn svo þreyttur að hann komst ekki lengra. Þá tók litla tígisdýrið vin sinn á bakið og bar hann þar til það til það var aftur orðið uppgefið. Þannig héldu vinirnir áfram í gegnum skóginn, báru hvor annan til skiptis, þar til takmarkinu var náð. Halda áfram að lesa

Að læsa dyrunum

-Ég er ekki vond við þá sem mér þykir vænt um. Ekki viljandi allavega. En ég er vond við þá sem eru mér ekkert meira en bólfélagar, sagði ég.
-Af hverju?
-Af því að til þess eru þeir, sagði ég. Ég refsa þeim fyrir að vera karlmenn af því að þannig eru slík sambönd, bara tvær einmana manneskjur sem fá útrás fyrir þjáningu sína með því að kvelja hvor aðra.
-Þú mátt ekki vera vond við mig. Halda áfram að lesa

Spörfugl

Til er fólk sem samkvæmt öllum lögmálum ætti að vera krónískir geðsjúklingar, haldnir einkennilegu samkrulli af siðblindu, ofsóknaræði, þráhyggju, þunglyndi og veruleikafirringu, en reynist samt vera mun heilbrigðara en meðalmaðurinn. Það er áreiðanlega ekki algengt en ég er samt svo heppin að hafa kynnst nokkrum slíkum. Það er ómetanlegt. Halda áfram að lesa

Inn að kviku

Ég ólst upp við stöðuga flutninga og er rótlaus eftir því. Ég hef ekki haldið sambandi við neina bernskuvini og ekki kynntist í raun engum í Flensborgarskóla. Var bara með kærastanum og vingaðist jú við vini hans. Ég var um tvítugt þegar ég hitti Kela fyrst en kynntist honum ekki almennilega fyrr en árið 1991. Við urðum perluvinir og hann er sá vina minna sem ég hef þekkt lengst. Lengst af höfum við búið í sitthvorum landshlutanum en nú búum við bæði í Reykjavík og höfum hist nokkuð oft síðasta árið. Halda áfram að lesa