Hollendingurinn fljúgandi

Hollendingurinn fljúgandi flutti formlega inn á gamlársdag. Þar með rættist mikilvægasta áramótaheit ársins 2003. Mikilvægasta loforð sem ég gaf sjálfri mér um þessi áramót er það að leggja nógu mikla vinnu í sambandið til þess að það verði ennþá betra um næstu áramót.

Vörður laganna er einnig fluttur inn, Drengurinn sem fyllir æðar mínar af Endorfíni genginn í hjónaband, systur mína báðar brutu veggi í híbýlum sínum í desember, Sigrún er búin að eignast vin, hæglátan og hógværan og ég búin að skrifa helling í dagbókina mína sem ekki er hægt að setja á netið.

Hér með er hafið nýtt bloggtímabil í lífi mínu.

Best er að deila með því að afrita slóðina