Húsið

Maðurinn er eins og húsið hans segir Húsasmiðurinn.

Til að hægt væri að koma reiðu á risið þurfi að opna það upp á gátt, rífa gluggann úr og bera ruslið út og almennilegt stöff inn. Og nauðsynlegt að gera þetta allt saman með opnum huga. Næst voru brotnir veggir á miðhæðinni, hjarta hússins. Svo þurfti að moka gömlum skít út úr kjallaranum. Halda áfram að lesa

Heiðurgerð

Til eru ýmis lýsingarorð sem hafa mætti um litina og litasamsetninguna á íbúðinni sem ég bý í en „smekklegt“ er ekki eitt þeirra. Nú þegar Hollendingurinn fljúgandi er fluttur inn með allt sitt antik og fínerí er engu líkara en að frystihússgrænu veggirnir í eldhúsinu æpi á ljósa málningu. Ástarhreiðrið er málað í nærbuxnableikum lit og skakkur veggfóðursborði með afarljótum myndum af telpum í balletkjólum, hangir c.a. 15 -20 cm frá lofti. Ég hef hvergi annarsstaðar séð þessa staðsetningu á veggfóðursborða og hún kemur vægast sagt illa út. Halda áfram að lesa

Andar

Andarnir sem fylgja antikhúsgögnum Hollendingsins fljúgandi fluttu inn með honum.

Stofan mín er orðin glerfín en herbergi sonar míns Byltingamannsins verður best lýst með orðinu „umhverfisslys“. Ég er búin að segja honum að ég ætli að kenna honum að halda því snyrtilegu. Það verður síðasta uppeldisaðgerð mín gagnvart honum, hann verður 18 ára í sumar.