Karma

Og þá er það semsé komið á hreint; ég fæ ekki þessa peninga, allavega ekki nógu snemma. Ekki nógu snemma til að ég geti staðið við þær skuldbindingar sem ég tók á mig í trausti þess að ég fengi þetta greitt. Og fyrst þú getur ekki reddað þessu þegar ég þarf virkilega á því að halda, hverjar eru þá líkurnar á því að þú gerir það síðar? Halda áfram að lesa

Greiði

Hvert hringir maður þegar bíllinn neitar að fara í gang kl. 6 að morgni og maður þarf að koma Fréttablaðinu milli sveitarfélaga og bera það út fyrir kl 7?

Ég hringdi í Húsasmiðinn. Þrátt fyrir allt sem á undan er gengið lá það einhvernveginn beinast við. Þegar allt kemur til alls þekki ég engan jafn greiðvikinn.

Hann kom strax. Ekkert nema almennilegheitin og lánaði mér bílinn sinn. Faðmaði mig snöggvast þegar við skildum.

 

Eigum við ekki bara að vera vinir?

-Hef bara svo lítið að gefa, sagði hann og stakk upp á fjarbúð eða vináttu. Eftir 8 mánaða sambúð.

Ég sagði honum að hann yrði sjálfur að pakka saman dótinu mínu þegar hann vildi losna við það, það yrði svo sótt, því ég kæmi ekki hingað aftur og ætlaði aldrei að sjá hann framar. Ég kom samt. Vantaði fáeina hluti og sá að bíllinn hans var ekki hér svo ég fór inn. Halda áfram að lesa

Húsið

Maðurinn er eins og húsið hans segir Húsasmiðurinn.

Til að hægt væri að koma reiðu á risið þurfi að opna það upp á gátt, rífa gluggann úr og bera ruslið út og almennilegt stöff inn. Og nauðsynlegt að gera þetta allt saman með opnum huga. Næst voru brotnir veggir á miðhæðinni, hjarta hússins. Svo þurfti að moka gömlum skít út úr kjallaranum. Halda áfram að lesa