Greiði

Hvert hringir maður þegar bíllinn neitar að fara í gang kl. 6 að morgni og maður þarf að koma Fréttablaðinu milli sveitarfélaga og bera það út fyrir kl 7?

Ég hringdi í Húsasmiðinn. Þrátt fyrir allt sem á undan er gengið lá það einhvernveginn beinast við. Þegar allt kemur til alls þekki ég engan jafn greiðvikinn.

Hann kom strax. Ekkert nema almennilegheitin og lánaði mér bílinn sinn. Faðmaði mig snöggvast þegar við skildum.

 

Maðurinn með svörin

Nú hef eg drukkid morgunkaffi hjá manninum á veröndinni þrjá daga í röð. Varla stoppað nema 15 minutur í hvert sinn, enda þarf fólk að fá blaðið sitt svo mér er ekki til seturinnar boðið.  En á þessum stutta tíma hefur honum teksit að leiða mig í allan sannleika um það hver sé tilgangur lífsins og hvernig best sé fyrir mig að hugsa og hegða mér svo ég verði hamingjusöm. Þetta er ákaflega hamingjusamur maður og mjög vitur. Halda áfram að lesa