Blessað barnalán

Held ég hafi farið full geist af stað eftir margra mánaða kyrrsetur. Hafði líklega betur sleppt því að hlaupa með blöðin. Það sparar andskotans engan tíma og ökklarnir á mér eru stokkbólgnir.

Sonur minn Fatfríður er yndislegur. Hann fór með mér að bera út blöðin í morgun og kom svo líka með mér á hótelið og fékk leyfi til að hjálpa mér þar. Var umsvifalaust ráðinn í sal með skólanum í vetur. Dekraði svo við mig á allan hátt þegar við komum heim.

Ef að leikur lán við þig, ef að leikur lán við þig
geta líka börnin bjargað þér.

 

Best er að deila með því að afrita slóðina