Ég hlýt að vera heppnasta manneskja í heimi. Búin að vinna á staðum í 4 klukkutíma þegar kemur í ljós að eigandinn á íbúð sem hann þarf að leigja út í vetur. Jibbý! Ég er komin með húsnæði. Bara spurning hvort ég flyt inn 1. september eða ekki fyrr en 5. en leigan verður sanngjörn sagði hann, hvað sem það nú merkir. Glópalán? Eða tilviljun? Hef ekki guðmund um það, veit bara að það hentar mér ágætlega.
Líst annars nokkuð vel á Tímavillta víkinginn. Sennilega nóg aukavinna í boði og eigandinn er skemmtilegur.
Ég get sennilega legið uppi á pabba þar til ég fæ afhent en ég þarf að eiga fyrir fyrirframgreiðslu og ég sé fram á að lenda í vanskilum nema ég fái því meiri vinnu. Tók að mér blaðburð með Víkingnum en það er svosem engin tekjulind, var meira að hugsa um að halda mér upptekinni og ekki verra að fá greitt fyrir að hreyfa sig. En það er ekki nóg, ég þarf eitthvað sem gefur meira.