Tímavillti víkingurinn – Ný þáttaröð

Og svo kemur að því að maður verður annaðhvort að leggjast í þunglyndi eða rífa sig upp og gera eitthvað. Ég hringdi og bauð mig fram í kvöldvinnu á einhverju satanísku veitingahúsi, bara til að vera ekki ein á kvöldin. Nei ekki bara, líka til að fá greiðslumat, einhversstaðar verð ég að búa og það er alltaf vitlaust að gera á veitingahúsum. Þótt launin séu smánarleg verður maður einhvern andskotann að gera til að sýna hvítar tekjur.

Það vantaði að vísu ekkert í eldhús í bili en vildi ég taka að mér þrif á hótelherbergjum? Get alveg eins gert það eins og sitja hér og bora í nefið. Í versta falli vil ég það ekki og þá get ég bara hætt því.

Best er að deila með því að afrita slóðina