Spörfuglasöngvar

Og kannski er það kaldhæðnislegasta af öllu að samband okkar hófst með því að ég hvæsti á þig þegar þú falaðist eftir textum. Þú máttir auðvitað nota þá sem ég átti fyrir en ég vildi sjá eitthvað sem benti til þess að þér væri alvara áður en ég færi að leggja vinnu í texta fyrir þig.

Auðvitað fór það á annan veg og nú sit ég uppi með helling af textum sem falla ekki að neinum lögum nema þínum og veit að þú munt aldrei koma þeim á framfæri.

 

Best er að deila með því að afrita slóðina