Sonur minn Byltingin: Ég er hættur að ganga.
Ég: Hættur að ganga? Nú, ertu farinn að nota strætó svona mikið?
Byltingin: Nei, síður en svo en ég er hættur að ganga, nú hleyp ég.
Greinasafn fyrir merki: Sonur minn Byltingin
Dópistaleikur
Loksins er síðasta dótið komið upp úr kössunum. Ég á enn eftir að losa mig við sjónvarpsskápinn, fá mér annan í staðinn og verða mér úti um falleg gluggatjöld en að öðru leyti er heimilið að nálgast það að verða fullkomið.
Halda áfram að lesa
Hauks útgáfa
Haukur er búinn að hafa samband og gaf mér leyfi til að birta eftirfarandi frásögn: Halda áfram að lesa
Íslendingur í haldi í Hebron
Móðursýkin
Sonur minn Byltingin og Rósin sluppu lifandi úr eldsvoða nú um daginn. Gistu í trjáhýsi í 10-12 metra hæð og Haukur vaknaði við sviða í kokinu. Allt fullt af reyk og mér skilst að það sé ekkert grín að brölta hóstandi í gegnum brennandi tuskur og greinar og þurfa svo að klifra niður úr háu tré í niðamyrkri. Þau sluppu samt ósködduð og skógurinn líka. Af öllum frábæru ævintýrunum sem hann er búinn að segja mér frá er þetta það eina sem ég sé virkilega fyrir mér.
Rósin farin til Indlands og Byltingin einn á þvælingi um Evrópu. Mér fannst skárra að vita af honum með henni. Vil bara fá hann heim aftur sem fyrst og vita hann sofa innan dyra í alvöru húsi, þar sem er til sjúkrakassi og borða óhollan mat sem er búið að elda og setja á disk en ekki eitthvað gras sem hann finnur á víðavangi. Og svo vil ég líka fá að geyma vegabréfið hans sjálf.
Inn fyrir skelina
Maðurinn sem er með sprungu í skelinni kom í morgunkaffi.
-Má ég kalla þig pabba? sagði Andlit byltingarinnar þegar hann kom fram á nærbuxunum og slengdi hrömmunum utan um hann. Það er von. Við höfum reyndar ekki einu sinni prófað að kyssast en strákarnir eru ekkert vanir því að ég kynni þá fyrir þeim sem ég er skotin í fyrr en korter í sambúð. Halda áfram að lesa
Bissniss
Sonur minn bissnissmaðurinn er að plana mikið gróðabrask. Hann vil að við bregðum okkur til Kúbu og kaupum miklar birgðir af kúbönskum vindlum til að selja hér heima. Telur engar líkur á að tollurinn fari að skipta sér af því.
Getur verið að ást mín á hinum illa Mammóni sé arfgeng?
Heitasta parið
-Sjáðu mamma, þetta er heitasta parið, ert´ekki glöð að vita hvað þau eru rosalega heit? sagði Haukur flissandi og handlék Séð og heyrt á meðan við stóðum í biðröðinni við kassann. Halda áfram að lesa
Um hreinlæti
Sonur minn sóðabrókin hefur komist að þeirri niðurstöðu að í raun og veru sé hann mun meiri snyrtipinni en móðir hans. Kenningu sína byggir hann á tímamælingum. Þar sem ég eyði að meðaltali 12 mínútum í sturtu daglega en hann 36 mínútum, hlýtur hann að vera 200% hreinni. Það er svo aukaatriði hvort þessum 7 * 36 mínútum er skipt niður á 7 daga vikunnar eða bara 4. Halda áfram að lesa
Jólahlaðborð
Hótelstjórinn bauð staffinu í jólahlaðborð. Missti sig í óhóflegt örlæti, keypti barinn og sagðist ætla að fara á hausinn með stæl. Jeminn hvað við drukkum mikið. Samt varð ég ekki full sem er í rauninni ótrúlegt í ljósi þess að ég drakk eins mikið frá syni mínum og Sykurrófunni og ég mögulega komst yfir. Bara svo helvíti erfitt að ætla að takmarka unglingadrykkju með því að stela úr glösum barnanna þegar þau fá ótakmarkað magn áfengis afgreitt á barnum án þess að borga fyrir það. Halda áfram að lesa
Leið
-Mig vantar félagsskap! kveinaði ég.
-Ég er hér, sagði sonur minn Fatfríður.
-Elskan, þú ert einn af mínum allra bestu vinum en í augnablikinu vantar mig vinkonu, þú veist stelpu, og Spúnkhildur er í einhverju satanísku afmæli og Sigrún stendur í húsaviðgerðum. Halda áfram að lesa
Morfísinn
Sonur minn Byltingin fylgist með Morfís keppninni af áhuga. Það sem honum finnst svona áhugavert við þessa keppni, er það undur að til sé fólk sem þrátt fyrir að vera komið á framhaldsskólaaldur, skuli hafa þvílíkt yndi af fullkomlega tilgangslausum þrætum að það láti leiða sig út í aðra eins vitleysu og þá að keppa um það hvort liðið sé færara í þeirri list að fá fólk til að greiða atkvæði með „málefnum“ sem jafnvel ræðumaðurinn sjálfur telur röng og skaðleg. Halda áfram að lesa
Blessað barnalán
Held ég hafi farið full geist af stað eftir margra mánaða kyrrsetur. Hafði líklega betur sleppt því að hlaupa með blöðin. Það sparar andskotans engan tíma og ökklarnir á mér eru stokkbólgnir. Halda áfram að lesa
Sonur minn næringarfræðingurinn
Sonur minn Fatfríður hringdi í gær. Kvartaði um ofþreytu af óskiljanlegum ástæðum. Ég sagði honum að það væri eðlilegt að finna til þreytu þegar maður færi í erfiðisvinnu úr margra mánaða kyrrsetu og fengi ekki helgarfrí en honum fannst þetta samt óeðlilegt. Halda áfram að lesa
Snobb
-Hversvegna þykir íslenskt brennivín svona ómerkilegt? spurði sonur minn Fatfríður.
-Brennivín er náttúrulega afskaplega vont en ég veit svosem ekki til að það þyki neitt sérstaklega ómerkilegt, svaraði ég.
-Jú, sagði hann, ég varð greinilega var við það þegar við fórum á ballið þarna um daginn. Halda áfram að lesa
Sonur minn Fatfríður
Sonur minn Byltingamaðurinn keypti sér jakka og buxur, m.a.s. skyrtu og bindi líka, í tilefni af því að unnusta hans Sykurrófan bauð honum á árshátíð. Skyrtan er blá og bindið brúnt og appelsínugult. Ekki spyrja mig hvaðan drengurinn hefur þvílíkt smekkleysi. Halda áfram að lesa
Æ þessi laugardagskvöld
Gísli Marteinn í sjónvarpinu. Drottinn minn dýri, að þeim hjá Ríkisútvarpinu skuli detta í hug að bjóða manni upp á þennan smeðjulega, síflissandi karltáning, hvert einasta laugardagskvöld. Og að þjóðin skuli velja þetta „sjónvarpsmann ársins“, hvílík smekkleysa, ég segi ekki meir. Halda áfram að lesa
Dauðaórar
Sonur minn náttúrudýrkandinn á sér þann draum að deyja í kjafti krókódíls. Honum finnst eitthvað svo göfugt við dauðdaga sem kemur einhverjum, í þessu tilviki krókódílnum, að gagni. Hann er sannfærður um að jafnvel þótt slíkur dauðdagi sé skelfilegur og sársaukafullur, myndi hann ekki taka því persónulega þótt hann yrði étinn því slíkur er gangur náttúrunnar. Halda áfram að lesa
Sonur minn Byltingamaðurinn
Sonur minn Byltingamaðurinn ætlar að verða Che Guevara þegar hann er orðinn stór. Honum eru nú sprottin 5 skegghár og fátt þykir honum skemmtilegra en mótmælagöngur. Hann er harmi sleginn yfir neysluhyggju móður sinnar sem telur sig þurfa að eiga fleiri en 4 matardiska fyrir 3ja manna hemili og álítur að sófagarmur á fertugsaldri sé ónýtur, bara af því að botninn er dottinn úr honum. Slík viðhorf þykja syni mínum Byltingamanninum bera vott um spillingu. Halda áfram að lesa