Heitasta parið

-Sjáðu mamma, þetta er heitasta parið, ert´ekki glöð að vita hvað þau eru rosalega heit? sagði Haukur flissandi og handlék Séð og heyrt á meðan við stóðum í biðröðinni við kassann.

Ég hef einmitt oft velt fyrir mér þessu með „heitasta parið“. Af hverju er ekki flott að vera „svalasta parið“, eða „kaldasta parið“? Hvers vegna er eftirsóknarvert að vera „heitt par“ og hvað merkir það eiginlega? Er heitasta parið það flottasta, það ástfangnasta, það vinsælasta eða það graðasta kannski?

-Það róttækasta, sagði Haukur ákveðinn, eldheitir kommúnistar, hvað annað.

Ekki veit ég hvaða fólk getur kallast heitasta parið í mínum kunningjahópi en ég er alveg með það á hreinu hvaða par er það blautasta.

Best er að deila með því að afrita slóðina