Clouds in my coffee

Elskan. Þú ofmetur gáfur mínar. Ég er ekki eins og klár og ég lít út fyrir að vera og alls ekki nógu klár til að taka þetta furðulega útspil til mín. Einhver á nefnilega að taka það til sín er það ekki? Án þess að geta borið hönd fyrir höfuð sér, af því að það væri beinlínis heimskulegt af nokkrum manni að taka það til sín. Halda áfram að lesa

Dylgjudagar framundan?

Dylgjur hafa aldrei verið mín sterka hlið. Ég veit ekki hvort það er orsök eða afleiðing en mér líkar ekki vel við sjálfa mig þegar ég reyni að beita þeim. Það sama á við um daður enda er þetta tvennt náskylt. Daður og dylgjur fara mér best í bundnu máli, í daglegum samskiptum vil ég helst að fólk viti nokkurn veginn hvar það hefur mig og komi eins hreint fram við mig og mögulegt er. Halda áfram að lesa