Greinasafn fyrir merki: Jól
Enginn blús
https://www.facebook.com/eva.hauksdottir.norn.is/posts/214042906228
Hugheilar
https://www.facebook.com/eva.hauksdottir.norn.is/posts/241770851150
https://www.facebook.com/notes/eva-hauksdottir/til-hamingju-með-jólin/215459493659/
Jól að bresta á
Í gamla daga var tilgangur jólanna sá að hafa einn dag á ári þegar allt átti að vera dýrðlegt. Fullkomið. Nóg að borða og maturinn m.a.s. góður. Allt hreint. Allt upplýst, og dálítið af fallegu skrauti til að gleðja augað. Tilefni til að nota sparifötin og allir áttu að fá eitthvað nýtt. Frí frá öðrum verkum en þeim nauðsynlegustu. Ponkulítil gjöf handa hverjum og einum. Allir glaðir. Fólk hlakkaði til þessarar hátíðar í margar vikur. Halda áfram að lesa
Jólakveðja
Innilegustu jólakveðjur til allra landsmanna nær og fjær og þó einkum til dyggra lesenda.
Etið, drekkið og verið glöð og fremjið margar aðrar dauðasyndir um jólin.
Hefði verið svo tilvalin jólagjöf
Pegasus: Ég keypti mér reykvél.
Stutt þögn
Eva: Jahá. Og hvað í ósköpunum ætlar þú svo að gera við reykvél?
Pegasus: Bara. Æ, þú veist maður er kannski bara heima í rólegheitum. Búinn að panta pizzu og svona. Og mér datt í hug að þá gæti verið kósý að hafa svona reyk. Halda áfram að lesa
Jólin búin
Á föstudaginn var ég svo veik að ég fór ekki í vinnu og hélt mig í bælinu mestan hluta dagsins. Það gerist ekki oft. Líklega var þetta hefnd örlaganna fyrir að fara lasin á tónleika en ég sé samt ekkert eftir því. Ef ég hefði samt sem áður verið svona slöpp hefði ég nagað handabökin inn í bein fyrir að hafa ekki farið. Halda áfram að lesa
Hið ljúfa líf
Búin að fylla kalkúninn, bleyta tertuna, taka rækjurnar úr frysti, koma víninu í kæli, skúra yfir íbúðina og strauja kjólinn. Er endurnærð en fór samt seint á fætur. Það er helvíti fínt að liggja í bælinu að ástæðulaustu svona 3 morgna á ári Einnig búin að skrifa dreifingarstjórum Blaðsins og Fréttablaðsins þar sem ég geri þeim grein fyrir áramótaheiti mínu um að uppræta flæði ruslpósts inn á heimili mitt (skrifleg afþökkun á póstkassanum er iðulega að engu höfð) þótt það kosti það að ég þurfi að hella heilu vörubílshlassi af rusli á tröppurnar hjá þeim.
Ég sárvorkenni fólkinu sem setti jólatréð upp 10. desember og er komið algjört ógeð á því núna. Það er góð ástæða fyrir því að ég byrja seint að jóla. Jólin standa nefnilega til 6. janúar og ég hef gert það að venju að njóta hvers einasta jóladags. Það eru varla fleiri en 50 nálar hrundar af trénu mínu enn og mér líður svooo vel hérna heima. Ætla að leggjast í dekurbað með andlitmaska og leggjast svo í bóklestur með kertaljósum púrtvíni og nougatkonfekti alveg þar til ég þarf að fara að hræra í sósunni.
Hversu fullkominn getur einn gamlársdagur orðið?
Nóttin var sú ágæt ein
Fyrsta aðfangadag ævi minnar horfði ég ekkert á barnaefnið í sjónvarpinu. Við sváfum frameftir (enda hafði öll nóttin farið í að gera það sem við gerum venjulega síðustu 2 kvöldin fyrir jól) og stoppuðum svo góða stund hjá ömmu Hönnu og afa Bjarna. Halda áfram að lesa
Versta vika ársins að hefjast
Desemberkvíðinn í hámarki. Þótt ég hafi nákvæmlega engu að kvíða. Það eina sem ég þarf að gera sem mér finnst erfitt er að fara í Bónus (Darri verður í sveitinni fram á Þorláksmessu svo ég get ekki sent hann) og svo auðvitað að missa svefn. Ég hélt að ég væri vel birg af öllu í byrjun aðventu en sit uppi með sama lúxusvandamál og í fyrra, tómar hillur í lok dags. Ég veit ekki hvar þetta fyrirtæki væri ef Saumfríðar nyti ekki við en þótt hún sitji við vélina öll kvöld hef ég nóg að gera við að mála galdrastafi á allan fjandann, brenna birkiplötur og vigta jurtir fram á miðja nótt.
Annars er ég alltaf heltekin af þreytu og kvíða síðustu viku fyrir vetrarsólstöður, jafnvel þótt sé ekkert óvenjulegt álag á mér, jafnvel þótt mitt umhverfi sé sennilega streitulausara en flestra annarra Íslendinga og jafnvel þótt ég verði í fríi öll jólin. Veit ekki alveg hvernig á því stendur en ég er yfirleitt búin að ná mér á Þorláksmessu, einmitt þegar allir aðrir eru gjörsamlega að fara á límingunum. Og það er alveg sama hvað ég er vel undirbúin og hef mikinn stuðning, þessi tími er alltaf sama helvítið fyrir sálina í mér.
Sum sár gróa bara einfaldlega ekki.
Jólaklám
Mér finnst alveg fínt að hafa jól, sérstaklega ef maður fær jólafrí. Það er jólaklámið sem ég þoli ekki. Endalaus geðbólga í tvo mánuði yfir hlutum sem skipta ekki máli. Ég er ekkert farin að jóla ennþá en ég ætla að jóla smávegis í næstu viku. Ef ég verð í stuði til þess. Að elska jólin er nefnilega ekki það sama og að runka sér í hel yfir þeim. Halda áfram að lesa
Jól í aðsigi -ííííts!
Ég sá á blogginu hennar Rögnu að þar á bæ er jólakortagerð að hefjast. Mikið lifandis skelfing eru þessar konur duglegar. Ég tel mig góða ef mér tekst að hefja jólaundirbúning 10. desember. Þegar ég verð búin að jafna mig eftir þetta smá slys sem ég lenti í um daginn (hélt að það væri bara smáskeina en reyndist hafa skorið inn í bein) og get farið að þrífa af einhverju viti heima hjá mér, get ég litið á það sem forstigsjólahreingjörning.
Kannski get ég notað dauða tíma í búðinni til að láta Búðarsveininn föndra fyrir mig jólakort. Það yrði fróðlegt að sjá útkomuna. Hann er listrænn strákurinn, samdi m.a. texta sem heitir „Ég elska að ríða Satan“ fyrir metal-hljómsveitina sína. Ég held samt að það sé ekki jólalag.
Bráðum koma blessuð jólin
Skjótt skipast þau já.
Þar sem hefð hefur myndast fyrir því að konan sem ég elska fái ný og ómótstæðileg karríertækifæri á 6 vikna fresti (og taki þeim öllum), fæ ég nú á næstunni, gegn gjaldi sem ég veit ekki hvernig ég ætla að greiða, tækifæri til að bæta við mig ríflega 100 vinnustundum á mánuði. Ég hef ákveðið að borga það gjald brosandi. Ég hef hinsvegar ekki enn tekið afstöðu til þess hvort ég á að líta á það sem refsingu Mammons fyrir að hafa hegðað mér eins og fáviti gegn betri vitund eða verðlaun fyrir að hafa sýnt þolinmæði, langt umfram það sem er mér eðlilegt.
Í augnablikinu lítur út fyrir að ég verði að fresta ástargaldrinum einn mánuðinn enn, en skítt með það. Mammon hefur staðið með mér hingað til og hann veit áreiðanlega hvað hann er að gera.
Jólakort
Í dag barst mér síðbúið jólakort frá Manninum sem vildi ekki eiga brauðrist með konunni sinni, konunni hans og dóttur. Hann er sumsé fluttur heim aftur. Eins og ég átti von á. Halda áfram að lesa
Jólablogg
Einhvernveginn afrekaði ég að jóla heimilið og koma matnum á borðið kl 18:05. Jólaði samt ekki bílinn, verð bara að áramóta hann í staðinn.
Sonur minn Byltingamaðurinn er að komast yfir mesta kommúnismann, á Þorláksmessu viðurkenndi hann m.a.s. að hann hlakkaði til jólanna. Sonur minn gelgja dauðans tók hins vegar að sér hlutverk Trölla sem stal jólunum þetta árið. Halda áfram að lesa
Jólahlaðborð
Hótelstjórinn bauð staffinu í jólahlaðborð. Missti sig í óhóflegt örlæti, keypti barinn og sagðist ætla að fara á hausinn með stæl. Jeminn hvað við drukkum mikið. Samt varð ég ekki full sem er í rauninni ótrúlegt í ljósi þess að ég drakk eins mikið frá syni mínum og Sykurrófunni og ég mögulega komst yfir. Bara svo helvíti erfitt að ætla að takmarka unglingadrykkju með því að stela úr glösum barnanna þegar þau fá ótakmarkað magn áfengis afgreitt á barnum án þess að borga fyrir það. Halda áfram að lesa