Í dag barst mér síðbúið jólakort frá Manninum sem vildi ekki eiga brauðrist með konunni sinni, konunni hans og dóttur. Hann er sumsé fluttur heim aftur. Eins og ég átti von á. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir merki: Maðurinn sem vildi ekki eiga brauðrist með konunni sinni
Engill með prik
Maðurinn sem vildi ekki eiga brauðrist með konunni sinni kveikti á kertum og bar kaffið fram í rósóttum bollum og einhvernveginn minnti það mig á Húsasmiðinn. Ég ýtti hugsuninni frá mér. Þetta voru líka allt öðru vísi bollar. Eða allavega talsvert öðruvísi. Eða a.m.k. svolítið. Halda áfram að lesa
Ég hata ekki karlmenn
Maðurinn sem vildi ekki eiga brauðrist með konunni sinni heldur því fram að ég sé femínisti og karlahatari. Það er barasta alls ekki rétt hjá honum. Að vísu hef ég sagt -og stend við það, að það sé ákveðin fötlun að vera karlmaður en ég hata ekki fatlaða, ég vorkenni þeim bara. Halda áfram að lesa
Síðdegisstefnumót
Vitur maður hefur sagt mér að karlmenn séu heimskir. Það mun rétt vera. Þessvegna hringdi ég í lögmætan eiganda brauðristar þeirrar sem án þess að eiga þátt í rafmagnsslysi, er orsakavaldur að stærra fjölskyldudrama, meiri geðbólgu og verr þefjandi taugadrullu en flestar brauðristir aðrar, rétt svona til að fá staðfest að viðfang flekunaráforma minna væri í alvöru brottrækur ger og brauðrist sviptur. Halda áfram að lesa
Dagurinn í dag 2
Í dag ætla ég að hitta manninn sem vildi ekki eiga brauðrist með konunni sinni. Ónei, mín fagra og magra, ég rauk ekki upp úr hlýju bæli mínu um miðja nótt til að hömpast með manni sem ég hef ekki séð í 7 ár. Halda áfram að lesa
Vill svo til
Ég nennti ekki út en spurði tarotspilin ráða. Þau lofuðu mér vonbrigðum, harmi og gengishruni ef ég færi út, dauða, tímasóun, og kvíðakasti ef ég sæti heima. Drengurinn sem fyllir æðar mínar af endorfíni kom í heimsókn og bjargaði mér frá geðbólgu aldarinnar. Halda áfram að lesa
Í alvöru
Rakst á gamlan bólfélaga af tilviljun í dag. Hann spurði hvað væri að frétta og ég benti honum á að allt fréttnæmt (og einnig það sem ekki er í frásögur færandi) væri að finna á blogginu. Ég skrifaði slóðina á miða og hann horfði á mig opinmynntur. Halda áfram að lesa